Eru skuldirnar að minnka eða aukast?

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    For­svars­menn rík­is­stjórn­ar­inn­ar halda því að fólki að bætt af­koma rík­is­sjóðs hafi verið nýtt til að greiða niður skuld­ir. Það ger­ist á sama tíma og skuld­irn­ar eru að aukast. Hverju á fólk að trúa?

    Þetta er meðal þess sem Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, er spurður út í á vett­vangi Spurs­mála að þessu sinni.

    Meira og minna

    Hann hef­ur margsinn­is haldið því fram að betri af­koma rík­is­sjóðs síðustu þrjú ár, sem nem­ur upp­safnað um 300 millj­örðum króna, hafi verið nýtt­ir til þess að greiða niður skuld­ir rík­is­sjóðs.

    Hef­ur sú full­yrðing komið mörg­um spánskt fyr­ir sjón­ir í ljósi þess að rík­is­sjóður hef­ur verið rek­inn með tug­millj­arða halla öll þessi ár. Með öðrum orðum, rík­is­sjóður hef­ur þurft að fjár­magna sig með auk­inni skuld­setn­ingu.

    Í viðtal­inu svar­ar Sig­urður Ingi fyr­ir þetta og má sjá orðaskipt­in þar um í spil­ar­an­um hér að ofan. Þar vís­ar ráðherra í að skulda­hlut­föll rík­is­sjóðs hafi orðið hag­stæðari vegna betri af­komu en áætlan­ir gerðu ráð fyr­ir.

    Þegar hann er spurður út í það hversu mikl­ar nýj­ar lán­tök­ur rík­is­sjóðs muni vera kem­ur þessi mein­ing­armun­ur í ljós.

    Þú hef­ur margsinn­is haldið því fram að und­an­förnu í umræðu um þenn­an minni halla en menn gerðu ráð fyr­ir, þessi hundrað millj­arða minni halli en raun hef­ur orðið á. Að þið hafið notað þá pen­inga til að borga niður skuld­ir.

    „Meira og minna.“

    Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp fyrir árið 2025.
    Sig­urður Ingi Jó­hanns­son fjár­málaráðherra kynn­ir fjár­laga­frum­varp fyr­ir árið 2025. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

    Eru þær að aukast eða ekki?

    Ég skoða fjár­lög­in ár eft­ir ár eft­ir ár og ég sé að skuld­ir rík­is­sjóðs aukast og aukast ár frá ári.

    „Nei, þær eru ekki að aukast.“

    Þær eru víst að aukast. Þegar þú rek­ur ríkið með halla...

    „Þú verður auðvitað að taka til­lit til þess að við erum í mikl­um hag­vexti og þetta er hlut­fall af lands­fram­leiðslu sem...“

    Ég er ekki...

    „Nei nú verður þú líka að leyfa mér því hluti af hag­vext­in­um er gríðarleg­ur inn­flutn­ing­ur á fólki. Sko gríðarleg­ur...“

    Þið talið alltaf um þessi hlut­föll en skuld­irn­ar eru að aukast. Þið segið, við erum að greiða niður skuld­ir...

    „Þegar það fjölg­ar um 3,1% í land­inu og þú seg­ir að ríkið sé að stækka sem ein­hverju sem nem­ur, er það að stækka meira en 3,1%.“

    Ég er ekki að segja að ríkið sé að stækka. ÉG er að segja að þið eruð að auka skuld­ir. En þú mæt­ir í viðtöl og seg­ir við erum að borga niður skuld­ir. En þið eruð að auka skuld­ir.

    „Nei.“

    Sigurður Ingi svarar spurningum á vettvangi Spursmála. Meðal annars af …
    Sig­urður Ingi svar­ar spurn­ing­um á vett­vangi Spurs­mála. Meðal ann­ars af hverju hann tali um að ríkið sé að greiða niður skuld­ir, á sama tíma og töl­urn­ar sýna að skuld­irn­ar hlaðast upp. mbl.is/​María Matth­ías­dótt­ir

    Hversu mikl­ar verða lán­tök­urn­ar?

    Hvað ætlið þið að taka mikið af nýj­um lán­um á næsta ári?

    „Á næsta ári. Ég man ekki töl­una svona al­veg einn tveir og þrír hérna.“

    Er hún norðan við 100 millj­arða?

    „Við erum alla vega, við þurf­um að taka þau lán sem við þurf­um. Það mun meðal ann­ars hanga á því hvort okk­ur tak­ist, sem við erum að stefna að, að selja sirka helm­ing af Íslands­banka í haust og hinn helm­ing­inn á næsta ári. Það mun skipta miklu máli upp á það hversu mikið fjár­magn við þurf­um. Við þurf­um líka stund­um að meta það hvort við séum kom­in í betra færi að end­ur­fjármagna dýr­ar skuld­ir og taka þá lán. Þannig að þessi tala er ekki al­veg heil­ög.“

    En við get­um verið sam­mála um það að skuld­ir rík­is­sjóðs munu ekki lækka í krón­um talið þótt þú get­ir farið í hlut­falls­leik­inn við aðra en mig.

    „Ég ætla ekki að sverja fyr­ir það Stefán. Ég ætla bara að fá að koma seinna í þátt­inn og út­skýra af hverju.“

    En skuld­ir rík­is­sjóðs eru ekki að fara að lækka í krón­um talið.

    „Þær lækka og lækka sem hlut­fall af stærðinni sem þýðir að það verður létt­ara og létt­ara fyr­ir okk­ur að skulda. Þetta er bara ná­kvæm­lega eins og að reka heim­ili.“

    En nú gerið þið ráð fyr­ir að ríkið verði rekið með 41 millj­arðs halla...

    „Sko, verðbólg­an hækk­ar líka skuld­ir rík­is­sjóðs. Og skipt­ir veru­legu máli.“

    Já, já.

    „Ástæðan fyr­ir því að hann er 41 millj­arðar en ekki 29 er að það er 12 millj­arða gap sem kem­ur vegna þess að verðbólg­an er hærri en við vor­um að gera ráð fyr­ir í fjár­mála­áætl­un.“

    Viðtalið við Sig­urð Inga má sjá í heild sinni í spil­ar­an­um hér að neðan:

    mbl.is