Svandís kemur spangólandi inn á sviðið

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 4:45
Loaded: 3.47%
Stream Type LIVE
Remaining Time 4:45
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Svandís Svavars­dótt­ir læt­ur nú mjög til sín taka, þegar ör­fá­ir dag­ar eru í landsþing VG. Þar bend­ir allt til að hún muni taka við for­mennsku í flokkn­um af Guðmundi Inga Guðbrands­syni.

Krist­ín Gunn­ars­dótt­ir, hönnuður og hlaðvarps­stjórn­andi orðar það á þann veg að Svandís komi nú „span­gólandi inn á sviðið og ætl­ar greini­lega að reyna að æsa gras­rót­ina upp myndi ég halda. Að það sé það sem hún er að gera,“ seg­ir Krist­ín.

Hún er gest­ur Spurs­mála að þessu sinni ásamt Birni Inga Hrafns­syni, stjórn­mála­skýr­anda með meiru og rit­stjóra Vilj­ans.

Kristín Gunnarsdóttir, hönnuður og hlaðvarpsstjórnandi, fór mikinn í Spursmálum að …
Krist­ín Gunn­ars­dótt­ir, hönnuður og hlaðvarps­stjórn­andi, fór mik­inn í Spurs­mál­um að þessu sinni. mbl.is/​María Matth­ías­dótt­ir

Ætlar að vaða í öll mál rík­is­stjórn­ar­inn­ar

Seg­ir Krist­ín að Svandís ætli sér að taka á þeim þrem­ur mál­um sem rík­is­stjórn­in var mynduð í kring­um.

„Orku­mál­in eru bara al­veg að koma. Hún er að fara að hjóla í þau. Hún er búin að taka út­lend­inga­mál­in. Og þetta hval­veiðiatriði sem virðist vera eitt­hvað ótrú­legt mál fyr­ir Ölsen og fleiri.“

Þar virðist hún vera að vísa til Bjarkeyj­ar Ol­sen Gunn­ars­dótt­ur, mat­vælaráðherra sem nú er með hval­veiðimál­in á herðunum eft­ir að Svandís vék úr því ráðuneyti og inn í innviðaráðuneytið. Það gerði hún þegar yfir henni vofði van­traust­stil­laga í þing­inu í kjöl­far þess að hún bannaði hval­veiðar fyr­ir­vara­laust, rétt í þann mund sem veiðar áttu að hefjast í fyrra.

„En ég segi samt svo­lítið eins og Bingi. Ég skil ekki af hverju hún er með svona brjálæðis­lega mik­il læti núna ef hún ætl­ar að kjósa í vor. Bjarni mun nátt­úru­lega aldrei sprengja. Það verður ekki hans síðasta verk sem mögu­lega formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins að sprengja rík­is­stjórn. Hann er bara alltof vel upp al­inn í það,“ bæt­ir Krist­ín við.

Björn Ingi Hrafnsson fylgist náið með í íslenskum stjórnmálum. Hann …
Björn Ingi Hrafns­son fylg­ist náið með í ís­lensk­um stjórn­mál­um. Hann hef­ur lengi spáð dauða stjórn­ar­inn­ar, sem hann seg­ir nú yf­ir­vof­andi. mbl.is/​María Matth­ías­dótt­ir

Mun sprengja stjórn­ina 30. des­em­ber

En mun þá Svandís ekki bara ná öllu sínu fram ef það er staðan?

Ég veit það ekki. Ég held að Bjarni vill halda ára­móta­ávarpið. Hann fékk ekki að halda ára­móta­ávarpið síðast. Hann vill vakna og fara í bingógall­ann og flytja þetta ávarp. Ég er ekki að segja að þetta sé ein­hver ráðgjöf eða eitt­hvað en ég held að Svandís muni vakna 30. des­em­ber, akkúrat sex vik­um áður en hún fær út­borgað og leysa upp þessa stjórn,“ út­skýr­ir Krist­ín.

En hann mun fá að flytja ávarpið þrátt fyr­ir það.

„Já en það verður svo­lítið erfitt, dag­inn eft­ir að hún spreng­ir er það ekki, eða? Þetta er nátt­úru­lega rauður dag­ur, það er al­veg rétt,“ seg­ir Krist­ín.

En það má sprengja stjórn­ir á rauðum dög­um, það er ekki bundið við vinnu­vik­una.

„Og hef­ur verið gert á nótt­unni eins og Bjarni hef­ur lent í sjálf­ur,“ bæt­ir Björn Ingi við.

Viðtalið við þau Björn Inga Hrafns­son og Krist­ínu Gunn­ars­dótt­ur má sjá í heild sinni í spil­ar­an­um hér að neðan.

 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina