Samfylkingin er „súr kennarastofa“

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Kristrún Frosta­dótt­ir þarf að taka af meiri ein­urð til í for­ystu­sveit Sam­fylk­ing­ar­inn­ar Þetta er mat Krist­ín­ar Gunn­ars­dótt­ur, hlaðvarps­stjórn­anda, sem seg­ir ásýnd flokks­ins vera eins og súr kenn­ara­stofa.

    Hún seg­ir Þórð Snæ munu afla flokkn­um fylg­is meðal eldri kjós­enda. Á sama tíma seg­ir Björn Ingi Hrafns­son, sem er gest­ur Spurs­mála ásamt Krist­ínu, að það þurfi að teikna upp allt aðra áætl­un fyr­ir Sam­fylk­ing­una ef Dag­ur B. Eggerts­son verði í fram­boði fyr­ir flokk­inn. Mikið sé í húfi fyr­ir for­mann­inn sem hafi ákveðið að teikna þá mynd upp af flokkn­um að þar væri á ferðinni nýtt afl, en ekki gam­alt.

    Orðaskipt­in um þessa stöðu Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Kristrún­ar Frosta­dótt­ur má sjá og heyra í spil­ar­an­um hér að ofan. Þau eru einnig rak­in í text­an­um hér að neðan.

    Súra kenn­ara­stof­an

    „Kristrún hef­ur hef­ur gengið fram með ofboðsleg­um hætti und­an­farnið. En það er samt held ég smá kalt á toppn­um hjá henni. Þessi flokk­ur, hún er þarna en ég meina all­ir hinir. Þetta er svo­lítið eins og súr kenn­ara­stofa.“

    Ertu með ein­hverja sér­staka í huga?

    „Það er bara stemn­ing­in þarna fyr­ir utan hana og Jó­hann Pál sem eru eitt­hvað tví­eyki. En svo er það rest­in sem er svo­lítið súr. Þannig að ég held að það sé dá­lítið mik­il­vægt fyr­ir hana núna, sér­stak­lega þar sem hún er núna í skoðana­könn­un­um aðeins að trenda niður á við, alla vega við hliðina á Viðreisn og Miðflokki. Því ég held með henni. Ég segi bara, þetta er göm­ul bekkjar­syst­ir mín og flott kona. En ég held að það þurfi að rétta henni eina „man up“ pillu og hún þarf bara að taka til í þess­um flokki og sýna okk­ur ein­hvern lista.“

    Þingmenn Samfylkingarinnar: Þórunn Sveinbjarnardóttir, Kristrún Frostadóttir, Jóhann Páll Jóhannsson og …
    Þing­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar: Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir, Kristrún Frosta­dótt­ir, Jó­hann Páll Jó­hanns­son og Odd­ný Harðardótt­ir. Sam­sett mynd

    Fólk sem fór í fússi

    En hef­ur hún ekki verið að taka til, það hef­ur al­deil­is dottið af vagn­in­um ótrú­leg­asta fólk?

    „Já, en það er fólk sem er að fara í miklu fússi. Maður veit ekki al­veg hvað er að ger­ast bak við tjöld­in.“

    Þú vilt að hún hafi frum­kvæði að því að henda fólki út.

    „Yes. Ég vil það. En með Þórð Snæ, þá held ég að fyr­ir stór­an kjós­enda­hóp, sér­stak­lega í eldri kant­in­um, séu mjög ánægðir með að fá Þórð Snæ þarna um borð. Sem er mjög skemmti­legt. En hún þarf sér­stak­lega í ljósi þess sem Jón Gn­arr gerði í gær að hann ákvað að stilla sér upp við hlið Þor­gerðar og þeirra í Viðreisn. Að það þar að koma með ein­hvern sem er í smá stuði. Þórður Snær er með all­an harm heims­ins á herðunum, alla daga. Þannig að fólk nenn­ir ekki bara að horfa á eitt­hvað leiðin­legt“,“ seg­ir Krist­ín.

    Harm­ljóðin eru vin­sæl­ar bók­mennt­ir en það er annað mál.

    „Ég held að það sé al­veg rétt sem þið voruð að segja að Sam­fylk­ing­in á eft­ir að kynna sína lista. Kristrún og henn­ar fólk vill sjá breyt­ing­ar. Þau hafa bara talað með þeim hætti. Það eru ekki all­ir í þing­flokkn­um núna sem eru ekk­ert hrifn­ir af því sem hef­ur verið að ger­ast og hún hef­ur ekk­ert haft þing­flokk­inn með sér. Þau hafa hins veg­ar ekk­ert getað snert við henni þar sem hún hef­ur verið með svo mikið fylgi og mik­ill kraft­ur í flokkn­um.“

    Þú ert að vísa þar í Odd­nýju Harðardótt­ur og Þór­unni Svein­bjarn­ar­dótt­ur.

    „Fólk sem til­heyr­ir þá gömlu Sam­fylk­ing­unni sem Kristrún hef­ur bein­lín­is talað um, rétt eins og Verka­manna­flokk­ur­inn í Bretlandi hef­ur gert. Og Sam­fylk­ing­in hef­ur aðeins verið að dala í könn­un­um þrátt fyr­ir að vera með svona af­ger­andi for­ystu og ég held að þetta verði svo­lítið at­hygl­is­vert með Jón Gn­arr. Marg­ir hefðu kannski talið að hann gæti farið í Sam­fylk­ing­una. Hon­um finnst þau greini­lega of vinstri sinnuð.“

    Kristín Gunnarsdóttir stýrir hlaðvarpinu Komið gott ásamt Ólöfu Skaftadóttur.
    Krist­ín Gunn­ars­dótt­ir stýr­ir hlaðvarp­inu Komið gott ásamt Ólöfu Skafta­dótt­ur. mbl.is/​María Matth­ías­dótt­ir

    Jón Gn­arr hratt til hægri

    Hann hef­ur færst mjög hratt til hægri og hann gerði það bein­lín­is inn­an kosn­inga­bar­átt­unn­ar í for­seta­kjör­inu. Þetta gerðist bara í raun­tíma.

    „Ég held að ég sé ekki að segja neitt leynd­ar­mál en ég upp­lifi það bara sem miðaldra karl­maður að mér finnst ég hægri sinnaðri með hverj­um morgn­in­um sem ég vakna,“ út­skýr­ir Björn Ingi.

    „Já, við höf­um tekið eft­ir því,“ skýt­ur Krist­ín að.

    „Þannig að ég skil það vel,“ seg­ir Björn Ingi.

    Vinstri menn­irn­ir hljóta þá að fagna því að það fækk­ar alltaf morgn­un­um sem við vökn­um. Þetta hlýt­ur ein­hvern tíma að taka enda.

    „Það eru þín orð. En skiljið þið. Það að Þórður Snær sé í Sam­fylk­ing­unni kem­ur ekki nokkr­um manni á óvart. Ég geri ráð fyr­ir því að mál­efna­skrá flokks­ins muni lengj­ast tölu­vert,“ held­ur Björn Ingi áfram.

    Björn Ingi Hrafnsson segir Samfylkinguna þurfa að gera upp við …
    Björn Ingi Hrafns­son seg­ir Sam­fylk­ing­una þurfa að gera upp við sig hvort hún sé ný eða göm­ul. mbl.is/​María Matth­ías­dótt­ir

    Gamla og nýja Sam­fylk­ing­in

    En held­ur þú að þetta afli flokkn­um fylg­is?

    „Ég veit það ekki. Mér finnst stóra spurn­ing­in vera hvort Dag­ur B. Eggerts­son ætli í fram­boð eða ekki. Kristrún, al­veg eins og breski Verka­manna­flokk­ur­inn tal­ar fyr­ir breyt­ing­um, breytt Sam­fylk­ing, breytt Ísland, við ætl­um að gera þetta allt öðru­vísi og svo­leiðis. Og það allt er í húfi ef hann sit­ur við hliðina á henni,“ út­skýr­ir Björn Ingi.

    Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri gæti verið á leiðinni á …
    Dag­ur B. Eggerts­son fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri gæti verið á leiðinni á þing. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

    Gamla Ísland?

    „Dag­ur B. Eggerts­son er bara jafn um­deild­ur stjórn­mála­maður, hvort sem okk­ur lík­ar bet­ur eða verr, eins og Katrín Jak­obs­dótt­ir og Bjarni Bene­dikts­son. Bú­inn að vera lengi og taka mikið til sín. Þannig að það hand­rit þyrfti allt að end­ur­skrifa og kannski er Þórður Snær kom­inn í það verk­efni,“ seg­ir Björn Ingi.

    Ja, hann hef­ur skrifað nokkr­ar bæk­ur.

    Viðtalið við þau Kri­strínu Gunn­ars­dótt­ur og Björn Inga Hrafns­son má sjá og heyra í spil­ar­an­um hér að neðan.

    mbl.is