Stál í stál: Varaforsetaefnin mætast í kvöld

Sérfræðingar telja kappræður varaforsetaefnanna vera sögulega mikilvægar.
Sérfræðingar telja kappræður varaforsetaefnanna vera sögulega mikilvægar. AFP

J. D. Vance, vara­for­seta­efni Don­alds Trumps, og Tim Walz, vara­for­seta­efni Kamölu Harris, munu mæt­ast í kapp­ræðum í kvöld sem tald­ar eru vera þær mik­il­væg­ustu á meðal vara­for­seta­efna í sög­unni.

Munu kapp­ræðurn­ar hefjast í New York-borg klukk­an 21.00 að staðar­tíma.

Seg­ir breska rík­is­út­varpið að á meðan yf­ir­leitt sé lítið í húfi er vara­for­seta­efni Banda­ríkj­anna mæt­ast í kapp­ræðum gæti staðan nú verið önn­ur.

Gíf­ur­lega lít­ill mun­ur er nú á fylgi for­setafram­bjóðend­anna Don­alds Trumps og Kamölu Harris og er hvert tæki­færi til að kalla fram já­kvæða at­hygli og fá póli­tísk­an skriðþunga talið vera gíf­ur­lega dýr­mætt. 

Að sögn breska rík­is­út­varps­ins er talið að svo gæti farið að aðeins nokk­ur þúsund tug­ir at­kvæða muni skilja for­setafram­bjóðend­urna að í nokkr­um ríkj­um er kem­ur að kosn­ing­um.

Þá hef­ur einnig verið bent á að kapp­ræður mann­anna muni að minnsta kosti vera heill­andi at­b­urður til að fylgj­ast með, enda um tvo menn að ræða sem hafa mjög frá­brugðna stíla og hug­mynd­ir.

Klón af Trump

Vance var form­lega út­nefnd­ur vara­for­seta­efni Trumps í júlí.

Var hann kjör­inn í öld­unga­deild Banda­ríkjaþings árið 2022 og hef­ur á und­an­förn­um árum talað á svipaðan hátt og Don­ald Trump um ýmis mál­efni. Hann vill stöðva flæði ólög­legra inn­flytj­enda yfir landa­mær­in við Mexí­kó, hækka og fjölga vernd­artoll­um og minnka íhlut­un Banda­ríkj­anna á alþjóðavett­vangi.

„Hann er klón af Trump, ég sé eng­an mun á þeim,“ sagði Biden við blaðamenn spurður um álit sitt á Vance þegar hann var út­nefnd­ur.

Frjáls­lyndi rík­is­stjór­inn

Veg­ferð Tim Walz í átt að hreppa út­nefn­ingu demó­krata er ör­lítið öðru­vísi enda stóð til að Kamala Harris myndi enn þá gegna því embætti og Joe Biden, nú­ver­andi Banda­ríkja­for­seti, myndi sækj­ast eft­ir end­ur­kjöri.

Eft­ir að Biden dró fram­boð sitt til baka gaf Harris kost á sér sem fram­bjóðandi demó­krata til for­seta Banda­ríkj­anna og hófst þá leit að vara­for­seta­efni henn­ar.

Seg­ir í um­fjöll­un breska rík­is­út­varps­ins að Walz, sem gegndi embætti rík­is­stjóra Minnesota-rík­is, hafi ekki verið efst­ur á lista í þeirri leit en hann hafi þó á end­an­um heillað Harris eft­ir að sjón­varps­viðtöl við hann fóru að vekja at­hygli.

Gerði hann m.a. grín að re­públi­k­um og kallaði þá skrítna en einnig þótti hann þeim hæfi­leika gædd­ur að geta varið frjáls­lynda stefnu demó­krata með hóf­leg­um og vináttu­leg­um hætti.

Þá hef­ur hann þótt nokkuð frjáls­lynd­ur í stjórn­artíð sinni í Minnesota. Hef­ur hann und­ir­ritað lög er varða af­glæpa­væðingu kanna­biss, rétt til þung­un­ar­rofs, rétt til fæðing­ar­or­lofs og strang­ari skot­vopna­lög­gjöf.

Margt gæti verið tekið fyr­ir

Í um­fjöll­un breska rík­is­út­varps­ins er talið lík­legt að kapp­ræður kvölds­ins verði líf­leg­ar. Þykir lík­legt að Vance muni hamra á demó­krata varðandi efna­hags-, inn­flytj­enda­mál og glæpi sem eru flokk­ar sem kann­an­ir sýna að re­públi­kan­ar virðast vera að hafa bet­ur í.

Þá gæti hann einnig sakað Walz um að hafa brugðist of seint við of­beld­is­full­um mót­mæl­um sem urðu í Minnesota-ríki eft­ir dauða Geor­ges Floyds sem lést af hönd­um lög­reglu­manns í Minn­ea­pol­is-borg sem er í rík­inu.

Einnig gæti hann tekið fyr­ir nokkr­ar af um­deild­ari frjáls­lynd­um stefn­um sem Walz setti sem rík­is­stjóri, þar á meðal um rétt­indi trans fólks.

Þá þykir lík­legt að Walz muni taka fyr­ir yf­ir­lýs­ing­ar Walz eins og að inn­flytj­end­ur í Ohio séu að stela gælu­dýr­um og borða þau eða taka fyr­ir um­mæli hans um að barns­laus­ar kon­ur í Demó­krata­flokkn­um séu barns­laus­ar katta­kon­ur.

Þá er einnig talið lík­legt að Walz beini umræðu sinni að mála­flokk­um þar sem demó­krat­ar mæl­ast sterk­ari á borð við um­hverf­is­mál, heil­brigðis­kerfi og þung­un­ar­rof. 

mbl.is