Hvor vann kappræðurnar í nótt?

Yfirgnæfandi meirihluti áhorfenda segja kappræðurnar hafa verið á jákvæðum nótum.
Yfirgnæfandi meirihluti áhorfenda segja kappræðurnar hafa verið á jákvæðum nótum. AFP/Angela Weiss

J.D. Vance, vara­for­seta­efni Don­alds Trumps, og Tim Walz, vara­for­seta­efni Kamölu Harris, tók­ust á í kapp­ræðum í nótt sem þóttu já­kvæðar. Kann­an­ir benda til þess að báðir hafi þeir sloppið vel en að Vance hafi staðið sig bet­ur.

Fyr­ir kapp­ræðurn­ar voru meiri vænt­ing­ar til Walz því hann hef­ur mun meiri reynslu af kapp­ræðum held­ur en Vance, sem er nýr í stjórn­mál­um. En það tók Walz smá tíma að koma sér af stað, hann virt­ist tauga­óstyrk­ur í byrj­un og gaf oft á tíðum löng svör þar sem styttri svör hefðu kannski þjónað hon­um bet­ur.

Það má þó segja að hann hafi bætt sig þegar leið á kapp­ræðurn­ar og olli hann fram­boði Harris lík­lega litlu sem engu tjóni.

Vance þótti standa sig vel

Vance hef­ur sætt gagn­rýni fyr­ir ýmis um­mæli sem hann hef­ur látið falla í gegn­um tíðina og hef­ur átt erfitt upp­drátt­ar frá því að hann var út­nefnd­ur vara­for­seta­efni Trumps.

Hon­um virt­ist þó líða vel á stóra sviðinu, var greini­lega bú­inn að und­ir­búa sig vel og sér­fræðing­ar vest­an­hafs telja hann hafa sýnt ein­stak­lega góða frammistöðu.

CBS lét fram­kvæma fyr­ir sig könn­un meðal lík­legra kjós­enda sem horfðu á kapp­ræðurn­ar. Í úr­tak­inu voru tölu­vert fleiri demó­krat­ar held­ur en re­públi­kan­ar, en 39% af úr­tak­inu voru demó­krat­ar á sama tíma og 33% voru re­públi­kan­ar. 28% skil­greindu sig sem óflokks­bundna.

Skoðun áhorfenda á Vance batnaði eftir kappræðurnar.
Skoðun áhorf­enda á Vance batnaði eft­ir kapp­ræðurn­ar. AFP/​Ang­ela Weiss

Lang­flest­ir sögðu kapp­ræðurn­ar vera já­kvæðar

42% svar­enda sögðu Vance hafa unnið kapp­ræðurn­ar á sama tíma og 41% sögðu Walz hafa unnið. Bend­ir það til þess að Vance hafi unnið á sitt band fleiri óflokks­bundna kjós­end­ur.

Þá var spurt hvort að kapp­ræðurn­ar hefðu verið al­mennt á já­kvæðum nót­um eða nei­kvæðum nót­um og 88% sögðu kapp­ræðurn­ar hafa verið á já­kvæðu nót­un­um.

Báðir virðast hafa grætt á kapp­ræðunum

Fólkið í úr­tak­inu var spurt fyr­ir kapp­ræður og eft­ir kapp­ræður hvaða viðhorf það hafði til fram­bjóðend­anna.

Fyr­ir kapp­ræður sögðu 52% svar­enda að þeir hefðu já­kvætt viðhorf til Walz og eft­ir kapp­ræður sögðu 60% svar­enda að þeir hefðu já­kvætt viðhorf til Walz.

Fyr­ir kapp­ræður sögðu 40% svar­enda að þeir hefðu já­kvætt viðhorf í garð Vance en eft­ir kapp­ræður sögðu 49% að þeir hefðu já­kvætt viðhorf í garð hans.

Hátt í helmingur áhorfenda sögðu að Walz væri meira í …
Hátt í helm­ing­ur áhorf­enda sögðu að Walz væri meira í teng­ingu við hinn al­menna Banda­ríkja­mann. AFP/​Getty Ima­ges/​Chip Somodevilla

Walz stóð ekki und­ir vænt­ing­um

CNN lét einnig fram­kvæma fyr­ir sig könn­un og þar voru áhorf­end­ur með skipt­ar skoðanir á því hver vann kapp­ræðurn­ar.

Í úr­tak­inu hjá CNN voru einnig fleiri demó­krat­ar en re­públi­kan­ar en þrátt fyr­ir það sögðu 51% svar­enda að Vance hefði unnið kapp­ræðurn­ar á meðan 49% sögðu Walz hafa unnið þær.

Fyr­ir kapp­ræður töldu 54% svar­enda úr sama úr­taki að Walz myndi standa sig bet­ur og því má segja að hann hafi ekki staðið und­ir vænt­ing­um, að minnsta kosti í könn­un CNN.

Aft­ur á móti sögðu 48% í sömu könn­un að Walz væri meira í teng­ingu við hinn venju­lega Banda­ríkja­mann á sama tíma og 35% sögðu það um Vance.

Aðeins 1% svar­enda sagði að kapp­ræðurn­ar hefðu ein­hver áhrif á af­stöðu þeirra.

Wall Street Journal

CNN

CBS

mbl.is