Siglir Gnarr á Herjólfi inn í pólitíkina?

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Jón Gn­arr hyggst hasla sér völl í lands­mál­un­um og for­ystu­fólk Viðreisn­ar hef­ur tekið á móti hon­um eins og um týnda son­inn sé að ræða. Ein­hverj­um kom á óvart að Jón skyldi velja Viðreisn sem sinn póli­tíska vett­vang en aðrir segja það hafa legið í aug­um uppi.

    Bætti við sig ein­um manni

    Á sama tíma og Jón til­kynn­ir um þátt­töku sína í starfi Viðreisn­ar er flokk­ur­inn að mæl­ast með yfir 10% í könn­un­um Gallups og hef­ur hag­ur flokks­ins vænkast tals­vert miðað við mæl­ing­ar síðustu ára.

    Sam­kvæmt nýj­ustu mæl­ingu Gallup myndi flokk­ur­inn ná sex mönn­um á þing og bæta þar með við sig einu þing­sæti.

    En hvað hyggst Jón gera fyr­ir land og þjóð, fái hann stuðning til þess að taka sæti á Alþingi Íslend­inga? Allt um það í Spurs­mál­um á morg­un.

    Áslaug Hulda Jónsdóttir og sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson munu fara …
    Áslaug Hulda Jóns­dótt­ir og sr. Ólaf­ur Jó­hann Borgþórs­son munu fara yfir frétt­ir vik­unn­ar. Jón Gn­arr mæt­ir einnig á vett­vang. Nú er hann kom­inn í póli­tík­ina á nýj­an leik. mbl.is/​sam­sett mynd

    Frétt­ir af fólks­flutn­ing­um og öðru tíðinda­miklu

    Og það eru fleiri góðir gest­ir vænt­an­leg­ir á vett­vang. Áslaug Hulda Jóns­dótt­ir hef­ur marga fjör­una sopið í póli­tík­inni en í dag er hún aðstoðarmaður Áslaug­ar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, ráðherra. Hún tek­ur stöðuna á frétt­um vik­unn­ar ásamt sr. Ólafi Jó­hanni Borgþórs­syni, ein­hverj­um vin­sæl­asta sókn­ar­presti Þjóðkirkj­unn­ar. 

    Öllum að óvör­um hef­ur hann ákveðið að halda heim, út í Eyj­ar, og ekki til þess að taka við kjóli og kalli, held­ur til þess að stýra rekstri Herjólfs. Kirkj­unni er gjarn­an líkt við stórt og mikið skip - en eng­inn prest­ur hef­ur stýrt jafn stóru skipi og ein­mitt þessu hin síðari ár.

    Fylg­ist með Spurs­mál­um á morg­un. Þau fara í loftið á slag­inu 14.00 á mbl.is og verða í kjöl­farið einnig aðgengi­leg á Spotify, Youtu­be og öðrum helstu efn­isveit­um.

    mbl.is