Strandveiðiflotinn skilaði 5 milljörðum króna

Strandveiðibátar veiddu fyrir 5 milljarða króna í sumar.
Strandveiðibátar veiddu fyrir 5 milljarða króna í sumar. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Afli strand­veiðibáta síðastliðið sum­ar var um 12.500 tonn sam­kvæmt bráðbirgðatöl­um frá Fiski­stofu og verðmæti afl­ans nam ríf­lega 5 millj­örðum króna.

Frá þessu seg­ir á vef Hag­stof­unn­ar, þar sem fram kem­ur að tæp­lega 94% stand­veiðiafl­ans hafi verið þorsk­ur en annað að mestu ufsi. Stand­veiðitíma­bilið stóð frá byrj­un maí til miðjan júlí síðast liðinn.

Þá dróst heild­arafli ís­lenskra skipa á fyrstu sjö mánuðum árs­ins um 36% og nam 565 þúsund tonn. Þrátt fyr­ir að botn­fiskafli jókst um 7% og var rúm­lega 250 þúsund tonn, dróst upp­sjáv­ar­afl­inn sam­an 53% á milli ára, þar sem eng­in loðna veidd­ist á þessu ári.

mbl.is