Poppstjarna nakin í ísbaði

Sabrina Carpenter er ein vinsælasta poppstjarna í heimi um þessar …
Sabrina Carpenter er ein vinsælasta poppstjarna í heimi um þessar mundir. Ljósmynd/AFP

Banda­ríska söng­kon­an Sa­brina Carpenter gaf fylgj­end­um sín­um inn­sýn í hvað ger­ist fyr­ir tón­leika í nýj­ustu færslu henn­ar á In­sta­gram.

Carpenter, 25 ára, birti myndaseríu sem inni­hélt fimmtán ljós­mynd­ir og vakti ein þeirra al­veg sér­staka at­hygli, en á mynd­inni er söng­kon­an nak­in í ísbaði. Yfir þrjár millj­ón­ir manna hafa þegar líkað við færsl­una á inn­an við sól­ar­hring og marg­ir ritað at­huga­semd­ir og for­vitn­ast um ísbaðið.

Söng­kon­an, sem vakti fyrst at­hygli sem ung­ling­ur þegar hún fór með hlut­verk í sjón­varpsþáttaröðinni Girl Meets World, hef­ur verið á sann­kallaðri sig­ur­för um heim­inn síðustu mánuði. Hún sló í gegn fyrr á þessu ári með popp­lagi sínu Espresso sem fór beint í topp­sæti Bill­bo­ard-list­ans.

Carpenter hef­ur byggt upp stór­an aðdá­enda­hóp og er með hátt í 50 millj­ón­ir fylgj­enda á In­sta­gram sem vilja ólm­ir vita hvað geng­ur á í lífi Carpenter.

mbl.is