Höfum tekið á móti of mörgum flóttamönnum

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Jón Gn­arr seg­ir mik­il­vægt að rétt sé staðið að mót­töku flótta­fólks til lands­ins. Eng­um sé greiði gerður með því að taka á móti svo stór­um hóp­um fólks að ekki verði ráðið við ástandið.

    Þetta seg­ir hann í nýj­asta þætti Spurs­mála þar sem hann er spurður út í mála­flokk­inn sem valdið hef­ur miklu fjaðrafoki síðustu miss­er­in.

    Orðaskipt­in um þetta má sjá og heyra í spil­ar­an­um hér að ofan. Þau eru einnig rak­in í text­an­um sem á eft­ir fer.

    Hvað er metnaður í mótt­töku?

    Hvað er metnaður í mót­töku?

    „Metnaður í mót­töku flótta­manna snýst um það fyr­ir mér að í mót­töku flótta­fólks verðum við að hafa trausta innviði, og þá er ég að tala um reglu­verk og hús­næði og mann­skap til að taka á móti fólki. Við get­um ekki tekið á móti fleira fólki en við höf­um innviði til að ráða við.“

    Við höf­um ekk­ert hús­næði, ertu þá að segja að við get­um ekki tekið á móti fleira fólki?

    „Ég veit ekki al­veg hver staðan í mála­flokkn­um er en við erum að minnsta kosti á mjög erfiðum stað.“

    Jón Gnarr er genginn í Viðreisn og hyggst bjóða sig …
    Jón Gn­arr er geng­inn í Viðreisn og hyggst bjóða sig fram í próf­kjöri flokks­ins í Reykja­vík, þegar þar að kem­ur. mbl.is/​María Matth­ías­dótt­ir

    Tök­um ekki enda­laust við

    Ef við höf­um ekki hús­næði, álykt­ar þú þá þannig að við get­um ekki tekið á móti fleira fólki?

    „Já, mér finnst það. Við verðum að bjóða fólki upp á eitt­hvert mann­sæm­andi bú­setu­úr­ræði meðan verið er að fjalla um þeirra mál. Ef við get­um ekki gert það þá get­um við ekki tekið við fleira fólki. Við get­um ekki bara tekið við fólki af því að við vilj­um taka við fólki. Við verðum líka að sníða okk­ur stakk eft­ir vexti og átta okk­ur á því að við erum mjög lít­il þjóð og að okk­ur lang­ar til að gera gott og lang­ar til að skjóta skjóls­húsi yfir fólk á flótta en við get­um ekki gert það nema að ein­hverju ákveðnu marki.“

    Finnst þér við hafa gengið of langt í þess­um efn­um þegar þú horf­ir yfir sviðið?

    „Já, ég tel það að mörgu leyti. Ég tel að við höf­um tekið á móti fólki sem við höf­um ekki úrræði fyr­ir. Og það er ekki gott fyr­ir neinn, það er hvorki gott fyr­ir gest­gjaf­ann né gest­inn. Og það leiðir af sér vanda­mál, árekstra og er grund­völl­ur fyr­ir for­dóma og annað sem mér finnst al­gjör óþarfi,“ seg­ir Jón.

    Viðtalið við Jón má sjá og heyra í heild sinni í spil­ar­an­um hér að neðan.

    Nán­ar um málið
    í Morg­un­blaðinu
    Áskrif­end­ur:
    Nán­ar um málið
    í Morg­un­blaðinu
    Áskrif­end­ur: