Séra Herjólfur eða örkin hans Óla

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 3:54
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 3:54
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Marg­ir ráku upp stór augu þegar einn vin­sæl­asti prest­ur lands­ins var fyr­ir skemmstu til­kynnt­ur sem nýr fram­kvæmda­stjóri ferj­unn­ar Herjólfs sem flyt­ur fólk, varn­ing og bif­reiðar milli lands og Eyja.

Þar er á ferðinni sr. Ólaf­ur Jó­hann Borgþórs­son, Eyjamaður, sem senn læt­ur af embætti sókn­ar­prests í Selja­kirkju. Hann hef­ur starfað á vett­vangi þjóðkirkj­unn­ar sem vígður þjónn í 18 ár.

Sam­hljóða ákvörðun

Stjórn Herjólfs var sam­hljóma í þeirri ákvörðun að fá klerk­inn til starfa.

Þetta kem­ur fram í nýj­asta þætti Spurs­mála þar sem sr. Ólaf­ur Jó­hann fór yfir frétt­ir vik­unn­ar ásamt Stefáni Ein­ari og Áslaugu Huldu Jóns­dótt­ur.

Í þætt­in­um seg­ist Ólaf­ur Jó­hann ekki geta lofað því að lægja öld­urn­ar eins og frels­ar­inn gerði forðum. En hann seg­ir þó betra að hafa „Jesú með í bátn­um“ eins og sungið er um í sunnu­daga­skól­um vítt og breitt um landið.

Mun ferjan góða fá nýtt nafn, nú þegar sérann tekur …
Mun ferj­an góða fá nýtt nafn, nú þegar sér­ann tek­ur við stjórn fyr­ir­tæk­is­ins sem ger­ir hana út? mbl.is/​Eyþór Árna­son

Örkin hans Óla

Hann seg­ir þó að gár­ung­arn­ir hafi talað um að nú yrði að nefna Herjólf upp á nýtt. Nú væri rétt­ara að kalla skipið örk­ina hans Óla. Enn aðrir hafa látið sér detta í hug að halda í nafnið, en kalla hann ein­fald­lega sr. Herjólf.

Áslaug Hulda og Ólafur Jóhann fara yfir fréttir vikunnar ásamt …
Áslaug Hulda og Ólaf­ur Jó­hann fara yfir frétt­ir vik­unn­ar ásamt Stefáni Ein­ari. mbl.is/​María Matth­ías­dótt­ir

Mun ein­beita sér að ferju­rekstr­in­um

Ólaf­ur Jó­hann seg­ist ekki munu sinna prests­störf­um sam­hliða fram­kvæmda­stjóra­starf­inu.

„Ég sagði við prest­ana, koll­eg­ana í Eyj­um að ég myndi skilja hemp­una eft­ir í Reykja­vík því ég hugsa að fram­kvæmda­stjórastaðan hjá Herjólfi sé fullt starf og rúm­lega það. Þannig að ég held að ég verði að leggja hemp­una á hill­una og taka sjó­stakk­inn fram í staðinn.“

Viðtalið við Ólaf Jó­hann og Áslaugu Huldu má sjá og heyra í heild sinni í spil­ar­an­um hér að neðan:

mbl.is