Vonast til að sigra konurnar auðveldlega

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 4:50
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 4:50
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Jón Gn­arr sæk­ist eft­ir leiðtoga­sæti Viðreisn­ar í Reykja­vík fyr­ir næstu þing­kosn­ing­ar. Í kjör­dæmun­um tveim­ur sem þar koma til greina sitja nú tveir þing­menn, þær Þor­björg Gunn­laugs­dótt­ir og Hanna Katrín Friðriks­son.

Jón hyggst etja kappi við þær í próf­kjöri og hann von­ast til þess að sigra þær nokkuð auðveld­lega. Þetta upp­lýs­ir hann í nýj­asta þætti Spurs­mála.

Orðaskipt­in um kom­andi átök inn­an Viðreisn­ar má sjá og heyra í spil­ar­an­um hér að ofan. Þau eru einnig rak­in í text­an­um hér að neðan.

Vill fyrsta sætið

Þú ert kom­inn inn í Viðreisn, þú ætl­ar að kom­ast inn á þing. Í hvaða kjör­dæmi ætl­ar þú fram.

„Í Reykja­vík og ég sæk­ist eft­ir fyrsta sæti.“

Reykja­vík norður eða suður?

„Það er mitt að velja. Það er ekki aðgreint í próf­kjör­inu. Þau sem fá besta kosn­ingu geta valið sér kjör­dæmið og ég er Reyk­vík­ing­ur. Ég hef alltaf búið í Reykja­vík.“

Nú er fólk sem verm­ir þessi sæti eft­ir síðustu kosn­ing­ar. Þú ert þá vænt­an­lega að fara að taka slag við þessa nýju fé­laga þina, Þor­björgu Gunn­laugs­dótt­ur og...

„Já, ein­mitt. Það er svo­lítið name of the game. Og það tók mig lang­an tíma að átta mig á því, af því að ég kom nátt­úru­lega inn fyr­ir slysni í póli­tík...“

Forystumenn Viðreisnar í Reykjavík fá nú samkeppni úr óvæntri átt.
For­ystu­menn Viðreisn­ar í Reykja­vík fá nú sam­keppni úr óvæntri átt. Sam­sett mynd

Fljót­færni og hugs­un­ar­leysi

Mis­skiln­ing?

„Fyr­ir ákveðinn mis­skiln­ing. Þetta var mis­skiln­ing­ur. Nei ekki mis­skiln­ing. Þetta var ákveðin fljót­færni og hugs­un­ar­leysi. Blöndu af fljót­færni og hugs­un­ar­leysi. En það hef­ur líka gilt um svo margt annað í mínu lífi. En ég reyni svo bara að taka ábyrgð á því sem ég geri og póli­tík er líka ákveðið sku­espil. Það er ákveðið, þetta er ákveðin teg­und af leik­list og ég áttaði mig á því þegar ég byrjaði í póli­tík að þetta er ákveðin leik­list. Og maður á sem póli­tík­us, eða ætti ekki að taka hluti per­sónu­lega. Það tók mig lang­an tíma að átta mig á þessu.“

Verða þetta próf­kjör.

„Já, það verða próf­kjör.“

Þannig að þetta verður blóðugur slag­ur?

„Það er ekki víst.“

Jón Gnarr tilkynnti Þorgerði Katrínu að hann hefði gengið í …
Jón Gn­arr til­kynnti Þor­gerði Katrínu að hann hefði gengið í Viðreisn. mbl.is/​María Matth­ías­dótt­ir

Klíka sem stýrði öllu

Held­ur þú að þú vinn­ir þetta auðveld­lega?

„Ég von­ast til þess já. Og ég vil reyna að kom­ast út úr þessu, gegn­um þetta án þess að valda ein­hverj­um sár­ind­um eða stíga á ein­hverj­ar tær. Mér finnst allt i lagi að pikka í fólk og kitla það en mér finnst annað að hrinda fólki. Ég geri stór­an mun þarna á. Mér finnst þetta bara spenn­andi. Ég hef aldrei tekið þátt í svona. Ég var einu sinni með svona póli­tísk­an flokk. Þá réði ég bara öllu, eða svona ég og svona klíka í kring­um mig.“

En ræður þú ekki öllu í þess­um flokki núna? Hringd­ir þú bara í Þor­gerði og sagðir, heyrðu nú ætla ég að koma hér. Takk fyr­ir og góða nótt?

„Já, það var eig­in­lega þannig. Eft­ir að hafa verið bú­inn að velta þessu fyr­ir mér fram og aft­ur. Tók svona kosn­inga­próf sem heit­ir Ég kýs punkt­ur is. Þar kom ég út sem af­ger­andi kjós­andi Viðreisn­ar. Og það varð til þess að ég fór að skoða mál­efna­skrána og stefn­una og ég get tekið und­ir þetta flest. Þarna eru mál sem mér finnst vera brýn. Þau eru með um­hverf­is- og lofts­lags­mál til dæm­is sem mér finnst mjög brýn.“

Kaþólsk­ar áhersl­ur

Tók hún þér vel?

„Já, við þekkj­umst frá fornu fari. Við erum nátt­úru­lega bæði kaþól­ikk­ar þannig að þarna er svona svo­lítið kaþólsk­ar áhersl­ur.“

Þið eruð fólk hinna stóru kerfa, kaþólska kirkj­an og Evr­ópu­sam­bandið?

„Já. Ein­mitt. Og Vatíkanið. Og hvaða gjald­miðil er Vatíkanið með? Evru. Og Frans páfi seg­ir að þetta sé búið að vera allt annað líf eft­ir að þeir tóku upp evru.“

 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina