Hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum vinsæll á TikTok

Ryan er greinilega mikill húmoristi.
Ryan er greinilega mikill húmoristi. Skjáskot/TikTok

Ryan Corcu­era, hjúkr­un­ar­fræðing­ur á tauga­deild Land­spít­al­ans, hef­ur vakið mikla at­hygli á sam­fé­lags­miðlasíðunni TikT­ok fyr­ir skemmti­leg mynd­bönd sem gefa inn­sýn í fjöl­breytt og krefj­andi starf hjúkr­un­ar­fræðinga. 

Mynd­bönd­in hafa held­ur bet­ur slegið í gegn enda upp­full af gleði, húm­or og ör­litlu erg­elsi. 

Í nýj­asta mynd­bandi sínu ger­ir Ryan létt grín að of­vænt­ing­um yf­ir­manna og álagi. 

„Rétt að at­huga hvort ég sé ekki ör­ugg­lega bara með tvær hend­ur af því að vinnustaður­inn minn held­ur að ég sé með átta,“ skrif­ar Ryan við færsl­una.

Fjöl­marg­ir tengja án efa við pæl­ing­ar hans.

mbl.is