Jón Gnarr „gegnir engu embætti fyrir Viðreisn“

Jón Gnarr er nýgenginn í Viðreisn. Daði Már hefur verið …
Jón Gnarr er nýgenginn í Viðreisn. Daði Már hefur verið varaformaður flokksins frá árinu 2020. mbl.is/samsett mynd

Vara­formaður Viðreisn­ar seg­ir Jón Gn­arr fara vill­ur vega þegar hann haldi því fram að út­gerðin greiði fyr­ir aðgang að auðlind­um sjáv­ar með auðlinda­gjald­inu. Hann seg­ir Jón þó frjáls­an skoðana sinna.

Þetta kem­ur fram í sam­tali mbl.is við Daða Má Kristó­fers­son, sem verið hef­ur vara­formaður Viðreisn­ar frá 2020. Hann var innt­ur álits á um­mæl­um sem Jón Gn­arr lét falla í Spurs­mál­um á mbl.is þar sem hann full­yrðir að stjórn­mála­álykt­un Viðreisn­ar frá 28. sept­em­ber væri efn­is­lega röng, þ.e. að sjáv­ar­út­veg­ur­inn greiddi ekki gjald fyr­ir aðgengi að sjáv­ar­auðlind­inni.

Frjáls skoðana sinna

Þrátt fyr­ir þenn­an skoðana­ágrein­ing seg­ir Daði Jón vera frjáls­an skoðana sinna. Hann ít­rek­ar að hann hvorki gegni embætti fyr­ir hönd flokks­ins né sé hann kjör­inn full­trúi á hans veg­um.

Jón hef­ur til­kynnt að hann sæk­ist eft­ir leiðtoga­sæti flokks­ins í Reykja­vík. Í fyrr­nefndu viðtali sagði hann að hann mæti það svo að hann myndi næsta auðveld­lega sigra nú­ver­andi odd­vita flokks­ins í Reykja­vík, þær Hönnu Katrínu Friðriks­son og Þor­björgu Gunn­laugs­dótt­ur. Flokk­ur­inn mun í aðdrag­anda næstu þing­kosn­inga efna til próf­kjörs.

Í síðustu kosn­ing­um skipaði Daði Már annað sætið á lista flokks­ins í Reykja­vík suður.

Hér að neðan eru orðaskipti blaðamanns og Daða Más rak­in en þar ætti að skýr­ast hver raun­veru­leg afstaða Viðreisn­ar er í þessu máli.

Hver sagði hvað?

„Það er ekki í stjórn­mála­álykt­un­inni.“

Það seg­ir hér. Einu aðilarn­ir sem sigla slétt­an sjó eru þau fyr­ir­tæki sem fá sérmeðferð frá stjórn­völd­um með ókeyp­is aðgengi að auðlind­um og frelsi und­an ís­lensku krón­unni.

„Það ert þú sem bætt­ir við sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­un­um.“

Nei, ég spurði Jón út í það hvaða fyr­ir­tæki og hann sagði að þarna væri vísað í sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­in.

„Hann skrifaði ekk­ert í þess­ari álykt­un. Það get­ur vel verið að hann hafi haldið að þetta væru sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­in.“

Þannig að þetta á ekki við sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­in?

„Ég sagði það ekki. Ég sagði bara að það stend­ur ekki að þetta séu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki. Það varst þú sem bætt­ir því við.“

Jón Gnarr fór mikinn í Spursmálum síðastliðinn föstudag. Hann kemur …
Jón Gn­arr fór mik­inn í Spurs­mál­um síðastliðinn föstu­dag. Hann kem­ur með hvelli inn í Viðreisn. mbl.is/​María Matth­ías­dótt­ir

Þau borga eitt­hvað auðlinda­gjald

Nei, það var Jón Gn­arr sem bætti því við. Ég spurði hann hvaða fyr­ir­tækja væri verið að visa til og hann sagði „við vit­um það báðir, það er verið að tala um sjáv­ar­út­veg­inn“. Þannig að ég gekk út frá því að hann færi með rétt mál. Er það þá bara mis­skiln­ing­ur hjá und­ir­rituðum og hon­um?

„Nei, nei. Ég held að þetta eigi al­mennt bara við um fyr­ir­tæki sem hafa aðgang að öll­um þess­um auðlind­um. Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­in eru þar und­ir. Þó þau borgi auðvitað eitt­hvað auðlinda­gjald.“

En þarna seg­ir þú að þetta sé ókeyp­is aðgang­ur. Er það þá rétt full­yrðing?

„Ég held að al­mennt þá standi full­yrðing­in. Ég sé ekki hvernig þú get­ur kom­ist að því að það sé ekki, sko“.

 

„Veit ekki al­veg eft­ir hverju þú ert að fiska“

Ef þú borg­ar 33% af hagnaði fisk­veiðanna þá er það ekki ókeyp­is.

„Ég veit ekki al­veg eft­ir hverju þú ert að fiska, get­ur þú ekki bara sagt mér það hreint út?“

Ég er aðeins að reyna að átta mig á því hvort að þessi full­yrðing vísi til sjáv­ar­út­vegs­ins og hvort að þar sé farið með rétt mál, því miðað við það sem ég les úr lög­um um fisk­veiðar þá er það ekki ókeyp­is. Sjáv­ar­út­veg­ur­inn borg­ar 33% auka­leg­an skatt á hagnaðinn.

„Þeir borga 33% af metn­um hagnaði út­gerðar­inn­ar, sem er ekki það sama og 33% hagnaður af aðgengi þeirra að auðlind­um.

Hef­ur þú lesið lög­in?

Hef­ur þú lesið lög­in?“

Já, já. Það er óþarfi að tala niður til mín.

„Ég er ekki að tala niður til þín, ég er bara að spyrja þig. Ég hélt kannski að ég þyrfti að út­skýra fyr­ir þér hvernig þetta er reiknað.“

Ég er bú­inn að fjalla um þetta árum sam­an þannig að ég veit hvernig þetta er reiknað, þannig að ég þekki það, já.

„Tekju­hlíðin bygg­ir á skráðu afla­verðmæti. Og skráða afla­verðmætið bygg­ir á reikni­reglu sem Verðlags­stofa skipta­verðs not­ar í upp­gjöri milli út­gerðar og sjó­manna. Það eru ekki eig­in­leg­ar tekj­ur af út­gerð. Á þetta hef­ur ít­rekað verið beint. Meira að segja held ég að það sé póli­tísk samstaða um að þess­ar töl­ur séu ekki rétt­ar því af ein­hverj­um ástæðum hef­ur Alþingi eða meiri­hluti á Alþingi alltaf haft sérreglu um upp­sjáv­ar­veiðar.“

Ég þekki þetta. En spurn­ing­in er, er full­yrðing­in um að þessi fyr­ir­tæki, sem þá er vísað til, hafi ókeyp­is aðgang að auðlind­um.

Fleiri sem eru með frípassa

„Þessi fyr­ir­tæki og til dæm­is fyr­ir­tæki í orku­geir­an­um, og svo sem víðar, já.“

Orku­geir­inn greiðir ekki gjald af þessu tagi, er það ekki rétt skilið hjá mér.

„Jú, jú. Hann greiðir ekki fyr­ir aðgang að auðlind­um.“

En er þá þessi setn­ing í álytk­un­inni þá vís­un í orku­fyr­ir­tæk­in en ekki sjáv­ar­út­veg­inn?

„Jú, hún er vís­un í öll þau fyr­ir­tæki sem greiða ekki fullt verð fyr­ir aðgang að auðlind­um.“

Nei, bíddu það er ekki að tala um fullt verð og ókeyp­is er ekki rétt. Ef ég fer inn í Herrag­arðinn og kaupi mér peysu á 40% af­slætti þá er ég ekki að fá hana ókeyp­is. Ég borga fyr­ir hana. Hug­takið ókeyp­is hef­ur al­gjör­lega skýra merk­ingu, ekki rétt?

„Já, það er ekki greitt fyr­ir aðgang­inn. Það er greitt v eiðigjald en það er bara hlut­deild í um­fram­hagnaði, ekki eig­in­legt aðgangs­gjald að auðlind­inni og þetta má t.d. sjá á því að það eru allskyns regl­ur um það hverj­ir þurfa að greiða þetta gjald og hverj­ir ekki sem er ekki háð aðgengi að auðlind­inni held­ur t.d. um­fangi rekstr­ar.“

Er aðgang­ur­inn ókeyp­is eða ekki?

Þannig að út­gerðin er með ókeyp­is aðgang að auðlind­inni?

„Þetta er bara viðbót­ar­skatt­ur á út­gerðina og hvort hann sé sann­gjarn eða ekki það er allt önn­ur spurn­ing, en borga þau eig­in­lega fyr­ir aðgengið, þau gera það í raun og veru ekki.“

Ég er ekki að spyrja um það hvort að sé sann­gjarnt eða ekki, ég er bara að velta fyr­ir mér, sem ég ræddi við Jón Gn­arr og hann vill meina að sé rangt með farið af ykk­ar hálfu, hvort sjáv­ar­út­veg­ur­inn sé með ókeyp­is aðgang að auðlind­inni eða ekki, sem auðlinda­gjald­inu er ætlað að gera lög­un­um sam­kvæmt, sem þeim er ætlað að gera, ef ég kann að lesa lög­in.

„Ég er ekki sam­mála þér, en allt í lagi.“

Þannig að þú ert á þeirri skoðun að sjáv­ar­út­veg­ur­inn hafi ókeyp­is aðgang að auðlind­inni?

„Hann greiðir ekki sér­stak­lega fyr­ir aðgang­inn.“

Hvað er hann þá að greiða með auðlinda­gjald­inu?

„Ég held að þetta sé ein­hvers­kon­ar til­raun til að fanga hluta af um­fram­hagnaði í sjáv­ar­út­vegi. Að það hafi alltaf verið mark­miðið. Og það sést best á því að áhugi lög­gjaf­ans á því að reikna út hver hagnaður út­gerðar­inn­ar af aðgangi að auðlind­inni hef­ur alltaf verið mjög tak­markaður.“

Svo að ég skilji það rétt sem ein­fald­ur blaðamaður, þú ert á þeirri skoðun að sjáv­ar­út­veg­ur­inn sé með ókeyp­is aðgang að auðlind­inni?

„Hann greiðir ekki fyr­ir aðgang­inn. Hvað er það annað, ekki frek­ar en mörg önn­ur fyr­ir­tæki í ýms­um öðrum geir­um.“

Má vera á þeirri skoðun sem hann vill

Hvað seg­ir það þá um þá álykt­un sem Jón Gn­arr dreg­ur í þessu máli?

„Um að sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­in eru þarna und­ir?“

Nei, það er aug­ljóst. Þið eruð sam­mála um það. En hann seg­ir að það sé ekki rétt að aðgang­ur­inn sé ókeyp­is. Þið eruð greini­lega á önd­verðum meiði í því.

„Hann má bara vera á þeirri skoðun sem hann vill. Þannig er það bara. Hann gegn­ir engu embætti fyr­ir Viðreisn, eða er kjör­inn full­trúi, hans skoðanir eru hans skoðanir.“

Já, væri það öðru­vísi ef hann væri kjör­inn full­trúi?

„Nei, sko ég held að…“

Eru menn ekki frjáls­ir skoðana sinna inn­an flokks­ins?

„Lög um þing­menn geri það að verk­um að þeir mega bara hafa þá skoðun sem þeir vilja, líka. En þetta er alla vega ekki skoðun Viðreisn­ar, eins og hún kem­ur fram í stefnu Viðreisn­ar.“

Þannig að stefna Viðreisn­ar er sú að sjáv­ar­út­veg­ur­inn hafi ókeyp­is aðgang að…

„Stefna Viðreisn­ar er að sjálf­sögðu ekki að sjáv­ar­út­veg­ur­inn hafi ókeyp­is aðgang að auðlind­un­um. Stefna Viðreisn­ar er að það sé greitt fyr­ir all­an aðgang að  auðlind­um, eng­in sérmeðferð.“

Viðtalið við Jón Gn­arr sem varð kveikj­an að þessu máli er aðgengi­legt í heild sinni hér:

mbl.is

Bloggað um frétt­ina