Leggja til enga rækjuveiði í Ísafjarðardjúpi

Stofnvísitala rækju mældist undir viðmiðunarmörkum í Ísafjarðardjúpi.
Stofnvísitala rækju mældist undir viðmiðunarmörkum í Ísafjarðardjúpi. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Haf­rann­sókna­stofn­un legg­ur til, í sam­ræmi við varúðarsjón­ar­mið, að afli rækju í Arnar­f­irði fisk­veiðiárið 2024-2025 verði ekki meiri en 169 tonn.

Sömu­leiðis legg­ur stofn­un­in til að eng­in rækju­veiði verði í Ísa­fjarðar­djúpi.

Frá þessu seg­ir í til­kynn­ingu á vef Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, þar sem fram kem­ur að stofn­vísi­tala rækju í Ísa­fjarðar­djúpi hafi mælst lág og und­ir skil­greind­um viðmiðun­ar­mörk­um.

Stofn­vísi­tala rækju í Arnar­f­irði hafi hins veg­ar hald­ist stöðug frá ár­inu 2018.

Vísi­tala þorsks mæld­ist sú þriðja hæsta í Arnar­f­irði frá ár­inu 1994 og frá ár­inu 2020 hafa vísi­töl­ur ýsu verið mjög háar í sögu­legu sam­hengi.

mbl.is