Madonna syrgir Christopher bróður sinn

Madonna lýsir yfir mikilli sorg eftir að hún missti bróður …
Madonna lýsir yfir mikilli sorg eftir að hún missti bróður sinn Christopher Ciccone úr krabbameini síðastliðinn föstudag. Skjáskot af Instagram

Tón­list­armaður­inn Madonna syrg­ir bróður sinn sem lést úr krabba­meini síðastliðinn föstu­dag, aðeins 63 ára að aldri.

„Bróðir minn Christoph­er er far­inn,“ seg­ir söng­kon­an í færslu á In­sta­gram. Hún seg­ir jafn­framt bróður sinn, Christoph­er Cicco­ne, hafa verið sinn nán­asta vin og að varla sé hægt að út­skýra þau tengsl ít­ar­leg­ar, líkt og fram kem­ur á Page-six.com.

Það sem fyrst og fremst límdi systkin­in sam­an var áhugi þeirra á dansi, allt frá því þau voru börn.

Christopher dansaði mikið á sviði með Madonnu við upphaf ferils …
Christoph­er dansaði mikið á sviði með Madonnu við upp­haf fer­ils henn­ar sem söng­konu. Skjá­skot af In­sta­gram

Kyn­hneigð sópað und­ir teppi

Dans­inn átti þátt í að bjarga þeim systkin­um frá ann­ars mjög erfiðri æsku þar sem þau ólust upp í Michigan í Banda­ríkj­un­um. Madonna seg­ir ball­ett­kenn­ara þeirra systkina hafa búið til ör­uggt rými fyr­ir bróður sinn með því að leyfa hon­um að vera hann sjálf­ur í sam­kyn­hneigð sinni. 

Kyn­hneigð sem sópað var und­ir teppið á þess­um árum.

Þau fluttu sam­an til New York og Cicco­ne dansaði með Madonnu á sviði í upp­hafi fer­ils henn­ar. Síðar varð hann skap­andi stjórn­andi fjölda tón­leika­ferðalaga sem Madonna fór í, m.a. Blonde Ambiti­on World Tour og The Gir­lie Show Tour í byrj­un árs 1990.

Eitthvað áttu þau systkinin í deilum og töluðust ekki við …
Eitt­hvað áttu þau systkin­in í deil­um og töluðust ekki við svo árum skipti. Skjá­skot af In­sta­gram

Töluðust ekki við

Um ára­bil voru sam­skipti þeirra systkina ekki auðveld og töluðust þau ekki við um tíma að sögn Madonnu. Erfiðleik­arn­ir hóf­ust með út­gáfu bók­ar Cicco­ne árið 2008 þar sem hann fór ekki fögr­um orðum um syst­ur sína.

Eft­ir að bróðir henn­ar veikt­ist náðu þau sátt­um og á dán­ar­beði Cicco­ne héld­ust þau í hend­ur, lokuðu aug­un­um og dönsuðu sam­an í hug­an­um. 

Á dánarbeði Christophers segir Madonna þau systkinin hafa dansað saman …
Á dán­ar­beði Christoph­ers seg­ir Madonna þau systkin­in hafa dansað sam­an í hug­an­um. Skjá­skot af In­sta­gram

Pages­ix.com

mbl.is