Segir ályktun Viðreisnar um sjávarútveginn ranga

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 2:35
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 2:35
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Jón Gn­arr seg­ir rangt sem fram komi í nýrri stjórn­mála­álykt­un Viðreisn­ar að sjáv­ar­út­veg­ur­inn hafi ókeyp­is aðgang að sjáv­ar­auðlind­inni.

Þetta kem­ur fram í nýju viðtali við hann á vett­vangi Spurs­mála.

Slétt­ur sjór og lygn

Þar er hann spurður út í full­yrðingu sem fram kem­ur í álykt­un Haustþings Viðreisn­ar frá 28. sept­em­ber síðastliðnum þar sem seg­ir:

„Einu aðilarn­ir sem sigla slétt­an sjó eru þau fyr­ir­tæki sem fá sérmeðferð hjá stjórn­völd­um með ókeyp­is aðgangi að auðlind­um og frelsi und­an ís­lensku krón­unni.“

Er Jón þá spurður hvort sér­stak­ur skatt­ur, 33% á hagnað sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja sem til er kom­inn vegna fisk­veiða sé til marks um að fyr­ir­tæk­in hafi ókeyp­is aðgang að auðlind­inni. Hann full­yrðir að það sé ekki rétt.

Sam­talið um þetta má sjá og heyra í spil­ar­an­um hér að ofan. Það er einnig rakið í text­an­um hér að neðan.

Tekið skal fram að Jón seg­ist ekki hafa haft aðkomu að gerð álykt­un­ar­inn­ar. Hann sat þó þingið þar sem álykt­un­in var sam­in og samþykkt.

Jón Gnarr er nýjasti gestur Spursmála. Hann hyggur á þátttöku …
Jón Gn­arr er nýj­asti gest­ur Spurs­mála. Hann hygg­ur á þátt­töku í próf­kjöri Viðreisn­ar og vill 1. sæti í Reykja­vík. mbl.is/​Hall­ur Már

Er hún með ókeyp­is aðgang að auðlind­inni?

„Ég myndi nú ekki segja að hann væri ókeyp­is en hún hef­ur um­sjón­ar­vald, umráð fyr­ir auðlind­un­um okk­ar.“

Veistu hvernig auðlinda­gjaldið er reiknað?

„Nei, ég hef bara ekki hug­mynd um það.“

Ef ég upp­lýsi þig um að út­gerðin greiði 33% af öll­um hagnaði sín­um í út­gerð til rík­is­ins, ofan á tekju­skatt­inn...

„Af hverju bara 33%?“

Ég spyr, er það til marks um að þeir séu með ókeyp­is aðgang að auðlind­inni?

Jón Gnarr sat Haustþing Viðreisnar eftir að hafa tilkynnt um …
Jón Gn­arr sat Haustþing Viðreisn­ar eft­ir að hafa til­kynnt um að hann hefði gengið í flokk­inn. mbl.is/Ó​laf­ur Árdal

Tek­ur ekki und­ir með flokkn­um

„Nei, enda var ég ekki að segja það, að þeir væru með það. Ég tek ekki und­ir að þeir séu með ókeyp­is aðgang, en...“

Finnst þér 33% hæfi­legt eða fynd­ist þér að, ef þú vær­ir að reka fyr­ir­tæki og mynd­ir skila millj­ón í hagnað og þú borg­ar af því tekju­skatt­inn, 20%...

„Þarna erum við að tala um fyr­ir­tæki sem er í rekstri með nátt­úru­leg­ar auðlind­ir þjóðar­inn­ar. Mér finnst gegna öðru máli um það held­ur en bara eitt­hvað fyr­ir­tæki í al­menn­um rekstri.“

Hvert á gjaldið að vera?

Já, þau borga 33% af hagnaðinum sem hin fyr­ir­tæk­in borga ekki, þetta er ofan á tekju­skatt­inn. Hvað finnst þér að þetta gjald eigi að vera fyrst að, sko flokk­ur­inn seg­ir að þetta sé ókeyp­is aðgengi. Þú ert ósam­mála því, en hvað viltu að...

„Sko, það að segja að þetta sé ókeyp­is aðgengi er bara ekki rétt. Ég þarf ekki að vera sam­mála því eða ósam­mála. Það er bara eins og að þú mynd­ir segja, úti er vor. En það er bara ekki rétt.“

Viðtalið við Jón Gn­arr má sjá í heild sinni í spil­ar­an­um hér að neðan:

mbl.is