Segir innflytjendur koma með slæm gen til landsins

Donald Trump.
Donald Trump. AFP/Chandan Khanna

For­setafram­bjóðand­inn Don­ald Trump lét þau um­mæli falla í dag að inn­flytj­end­ur kæmu með slæm gen inn í Banda­rík­in. Hef­ur Hvíta húsið brugðist við um­mæl­un­um og kallað þau ógeðsleg.

Trump lét um­mæl­in falla í viðtali í dag. Var fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­set­inn að gagn­rýna for­setafram­bjóðanda demó­krata, Kamölu Harris, þegar hann leiddi tal sitt að töl­um stjórn­valda þar í landi sem, að hans sögn, sýndu að þúsund­ir inn­flytj­enda væru ekki í haldi rík­is­yf­ir­valda þrátt fyr­ir að hafa framið morð.

Sagði hann í viðtal­inu að það að vera morðingi væri sök­um gena viðkom­andi og að Banda­rík­in væru með mikið af slæm­um genum í land­inu þessa stund­ina.

Hafna orðræðunni kröft­ug­lega

„Þessi teg­und af orðræðu er hat­urs­full, ógeðsleg, óviðeig­andi og á ekki heima í okk­ar landi,“ sagði fjöl­miðlafull­trúi Hvíta húss­ins, Kar­ine Jean-Pier­re, við blaðamenn í kjöl­far um­mæl­anna.

Sagði hún um­mæl­in heyra und­ir sömu yf­ir­lýs­ing­ar Trumps um að inn­flytj­end­ur eitri blóð Banda­ríkj­anna en þau um­mæli lét hann falla í des­em­ber í fyrra.

„Við ætl­um að halda áfram að hafna kröft­ug­lega þess­ari sví­v­irðilegu, trufl­andi, hat­urs­fullu orðræðu,“ sagði Jean-Pier­re enn frem­ur.

Að sögn miðils­ins AFP var Trump að mis­skilja töl­ur sem gefn­ar voru út í sept­em­ber af banda­rísku inn­flytj­enda- og toll­gæsl­unni (Immigrati­on and Cu­stoms En­forcement) en töl­urn­ar ná yfir tíma­bil sem spann­ar ára­tugi, þar á meðal þegar Trump var for­seti lands­ins, og taka ekki til fólks sem er fang­elsað á öðrum stöðum utan gæsl­unn­ar.

mbl.is