Miðflokkur stærri en Sjálfstæðisflokkur í öllum kjördæmum

Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Miðflokk­ur­inn er stærri en Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn í öll­um kjör­dæm­um og Sósí­al­ista­flokk­ur­inn mæl­ist með yfir 9% fylgi í Reykja­vík suður. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn fær sína bestu mæl­ingu í Suður­kjör­dæmi en Fram­sókn fær sína verstu mæl­ingu í Reykja­vík norður. 

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, formaður Fram­sókn­ar, yrði ekki kjör­dæma­kjör­inn þingmaður í Suður­kjör­dæmi. 

Rík­is­út­varpið birti þjóðar­púls Gallup í síðustu viku en mbl.is hef­ur fengið gögn frá fyr­ir­tæk­inu þar sem niður­stöðunum er skipt upp eft­ir kjör­dæm­um.

Vert er að taka fram að í aðeins einu kjör­dæmi eru yfir þúsund svör og því ekki töl­fræðilega mark­tæk­ur mun­ur á sum­um flokk­um í kjör­dæmun­um. 

Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður

Fram­sókn fengi ekki kjör­dæma­kjör­inn þing­mann í Reykja­vík suður frek­ar en Vinstri græn, en VG myndi hvergi fá kjör­inn þing­mann.

Sam­fylk­ing­in er stærsti flokk­ur­inn með 25,3% fylgi en um er að ræða kjör­dæmi Kristrún­ar Frosta­dótt­ur, for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Miðflokk­ur­inn mæl­ist með 14,3% fylgi og Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mæl­ist með 13,4% fylgi. 

At­hygli vek­ur að Sósí­al­ista­flokk­ur­inn mæl­ist með 9,2% fylgi. 

Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður

Sam­fylk­ing­in mæl­ist með sitt mesta fylgi í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður, eða 31,1% fylgi. Fram­sókn mæl­ist með sitt minnsta fylgi í kjör­dæm­inu, eða 2,9%. 

Miðflokk­ur mæl­ist með 13,3% fylgi og Sjálf­stæðis­flokk­ur 13% fylgi. Viðreisn mæl­ist með 12,4% fylgi og Pírat­ar rétt rúm­lega 10% fylgi. Fram­sókn myndi ekki fá kjör­dæma­kjör­inn þing­mann. 

Suðvest­ur­kjör­dæmi

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mæl­ist með 15,5% fylgi í kjör­dæmi for­manns­ins og Viðreisn mæl­ist með 12,5%. Sam­fylk­ing­in mæl­ist með 26,2% fylgi og Miðflokk­ur 20,7%. 

Fram­sókn fengi ekki kjör­dæma­kjör­inn þing­mann í kjör­dæm­inu frek­ar en í öðrum kjör­dæm­um höfuðborg­ar­svæðis­ins. Vinstri græn fá sína verstu mæl­ingu í kjör­dæm­inu en flokk­ur­inn mæl­ist með 2,3% fylgi. 

Pírat­ar og Flokk­ur fólks­ins mæl­ast með um 6,6% fylgi. 

Suður­kjör­dæmi

Í Suður­kjör­dæmi fær Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn sína bestu mæl­ingu og mæl­ist með 15,9% fylgi. 

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, formaður Fram­sókn­ar, yrði ekki kjör­dæma­kjör­inn þingmaður Fram­sókn­ar miðað við þessa mæl­ingu en flokk­ur­inn mæl­ist með 7,5% fylgi. 

Suður­kjör­dæmi er eitt sterk­asta vígi Flokks fólks­ins en flokk­ur­inn mæl­ist með 9,2% fylgi.

Sam­fylk­ing­in mæl­ist með 25,1% fylgi og Miðflokk­ur mæl­ist með 21,4% fylgi.

Norðaust­ur­kjör­dæmi

Sam­fylk­ing­in er stærst í Norðaust­ur­kjör­dæmi og mæl­ist flokk­ur­inn með 25% fylgi. Miðflokk­ur­inn mæl­ist með 22,5% fylgi en um er að ræða kjör­dæmi Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar, for­manns Miðflokks­ins. 

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn fær sína verstu mæl­ingu í þessu kjör­dæmi en flokk­ur­inn mæl­ist með 10,7% fylgi. Viðreisn fær einnig sína verstu mæl­ingu í þessu kjör­dæmi og mæl­ist með 5,6% fylgi. 

Aft­ur á móti fær Flokk­ur fólks­ins sína bestu mæl­ingu í þessu kjör­dæmi og mæl­ist með 9,5% fylgi. Fram­sókn mæl­ist með rúm­lega 9% fylgi og myndi fá einn kjör­dæma­kjör­inn þing­mann. 

Norðvest­ur­kjör­dæmi

Miðflokk­ur­inn er stærsti flokk­ur­inn í Norðvest­ur­kjör­dæmi og mæl­ist með 21,7% fylgi. Sam­fylk­ing­in mæl­ist með 21,5% fylgi kjör­dæm­inu en Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn 14%.

Fram­sókn fær bestu mæl­ing­una í þessu kjör­dæmi, mæl­ist með 11,5% fylgi og fengi einn kjör­dæma­kjör­inn þing­mann. 

Flokk­ur fólks­ins mæl­ist með 7,2% fylgi en Pírat­ar og Viðreisn mæl­ast með 6,6% fylgi.

mbl.is