„Hver er þessi dökkhærða kona við hlið konungsins?“

Friðrik Danakonungur og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.
Friðrik Danakonungur og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Ritzau Scanpix/Bo Amstrup

Við galakvöldverð ætluðum íslensku forsetahjónunum í Kristjánsborgarhöllinni í gær, var danski fréttamiðillinn B.T. á staðnum til að ná andrúmsloftinu og myndum af viðburðinum. Lesendur miðilsins urðu ansi uppteknir af því hvaða kona þetta væri við hlið Friðriks Danakonungs.

Spurningar eins og: „Hver er þessi dökkhærða kona við hlið konungsins?“ og „hver er dökkhærða, unga konan sem situr á milli Friðriks konungs og Mette Frederiksen forsætisráðherra?“

Eftir snögga yfirferð yfir gestalistann komst pressan að því að um ræddi Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur utanríkisráðherra. Þórdís Kolbrún var klædd í kjól frá íslenska hönnuðinum Andreu og nokkuð ljóst að hún hafi vakið athygli lesenda B.T.

Forsetahjónin Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason eru nú í opinberri heimsókn í Danaveldi og var kvöldverðurinn hluti af dagskrá heimsóknarinnar.

Fréttin á B.T.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Mette Frederiksen.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Mette Frederiksen. Ritzau Scanpix/Bo Amstrup
mbl.is