Ríkisstjórnarsamstarfið geri markmið Íslands torsótt

Ríkisstjórnarsamstarfið hefur gert erfitt fyrir að fylgja eftir settum markmiðum.
Ríkisstjórnarsamstarfið hefur gert erfitt fyrir að fylgja eftir settum markmiðum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra seg­ir að rík­is­stjórn­ar­sam­starfið standi í vegi þess að Ísland nái sett­um mark­miðum í orku­öfl­un.

Þór­dís tók þátt í pall­borðsum­ræðum í dag ásamt Lars Aagard, orku­málaráðherra Dan­merk­ur, á viðskiptaþingi í Dan­mörku sem haldið var í dag sam­hliða rík­is­heim­sókn Höllu Tóm­as­dótt­ur for­seta til lands­ins. 

Þar nefndi hún að Ísland mætti taka sér Dani til fyr­ir­mynd­ar í orku­öfl­un, þar sem dönsk stjórn­völd „meina það sem þau segja og segja það sem þau meina“.

Of mik­il hökt í ákv­arðana­töku

Spurð nán­ar út í þetta í sam­tali við mbl.is bend­ir ráðherra á að Dan­mörk sé ekki mjög rík af nátt­úru­auðlind­um en hafi sett sér skýr mark­mið fyr­ir ekk­ert svo löngu síðan um að ná ár­angri í grænni tækni.

„Við [Ísland] erum með orku­stefnu, ný­sköp­un­ar­stefnu og mark­mið í lofts­lags­mál­um. En síðan höf­um við fram­leitt of lítið af raf­orku und­an­far­in ár,“ seg­ir Þór­dís. 

„Við vilj­um vera land þar sem ný tækni er unn­in og prófuð og þegar það koma tæki­færi þar sem við vilj­um skala hana upp þá vilj­um við að það sé gert á Íslandi. Þetta segj­um við. En þegar slík tæki­færi koma þá eru of mik­il hökt í ákv­arðana­töku.“

Get­urðu nefnt dæmi?

„Leyf­is­veit­inga­kerfið á Íslandi er gríðarlega flókið,“ svar­ar hún. „Allt of flókið.“

Stjórn­ar­sam­starfið gert erfitt fyr­ir

Þór­dís seg­ir að ráðast þurfi í um­bæt­ur á kerf­inu svo hægt sé að ein­falda það. Hvort sem það sé með breyt­ingu á laga­setn­ingu eða fram­kvæmd laga inn­an kerf­is­ins.

Hún seg­ir að Guðlaug­ur Þór Þórðar­son orku­málaráðherra hafa gert mik­il­væg­ar breyt­ing­ar.

„En þær póli­tísku tak­mark­an­ir sem fylgja þessi stjórn­ar­sam­starfi eru þannig að við náum ekki sett­um mark­miðum í sam­ræmi við lang­tíma­stefnu­mörk­un Íslands og tæki­færi verðmæta­sköp­un­ar.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina