Vatni skvett í útsendingu

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Svo mikla áherslu lagði Áslaug Hulda Jóns­dótt­ir, aðstoðarmaður ráðherra, á orð sín í Spurs­mál­um að barma­fullt vatns­glas fór um koll. Gerðist þetta þegar talið barst að brott­hvarfi krist­in­fræðslu úr skól­um.

    Með henni í þætt­in­um var enda geist­leg­ur maður, sr. Ólaf­ur Jó­hann Borgþórs­son, sókn­ar­prest­ur í Selja­kirkju og verðandi fram­kvæmda­stjóri Herjólfs í Vest­manna­eyj­um.

    Morg­un­blaðið kem­ur alltaf til bjarg­ar

    Góð ráð voru dýr enda ekki í boði að stöðva út­send­ingu þrátt fyr­ir ör­lítið votviðri. Brá þátt­ar­stjórn­andi þá á það ráð að grípa nær­liggj­andi Morg­un­blað, sem þá þegar hafði verið lesið upp til agna. Tókst að þerra Spurs­mála­borðið svo að funda­fært varð að nýju.

    At­hygli vek­ur að á þeim tíu mánuðum sem Spurs­mál hafa verið í loft­inu er þetta í annað sinn sem vatni er skvett með tilþrif­um sem þess­um. Síðast gerðist það þegar Björt Ólafs­dótt­ir, fyrr­ver­andi ráðherra, mætti til leiks. Lagði hún svo ríka áherslu á orð sín að eitt­hvað varð und­an að láta.

    Þá uppá­komu má sjá ef smellt er á frétt­ina hér að neðan:

    Viðtalið við Áslaugu og Ólaf Jó­hann má sjá og heyra í heild sinni í spil­ar­an­um hér að neðan.

     

    mbl.is