Engar loðnuveiðar verði leyfðar á fiskveiðiárinu

Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun

Haf­rann­sókna­stofn­un hef­ur lagt til að eng­ar loðnu­veiðar verði leyfðar fisk­veiðiárið 2024 til 2025. Ráðgjöf­in bygg­ir á niður­stöðum berg­máls­mæl­inga á loðnu­stofn­in­um á tíma­bil­inu 21. ág­úst til 1. októ­ber en verður end­ur­met­in þegar niður­stöður berg­máls­mæl­inga á stærð veiðistofns­ins liggja fyr­ir í byrj­un næsta árs.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu stofn­un­ar­inn­ar.

Ráðgjöf stofn­un­ar­inn­ar er sam­hljóma fyr­ir­liggj­andi upp­hafs­ráðgjöf sem byggði á mæl­ing­um á ung­loðnu haustið 2023.

Leiðangurslínur r/s Tarajoq (bláar), f/s Polar Ammassak (rauðar) og r/s …
Leiðang­urs­lín­ur  r/​s Tarajoq (blá­ar), f/​s Pol­ar Ammassak (rauðar) og r/​s Árna Friðriks­son­ar (græn­ar) í ág­úst - sept­em­ber 2024 ásamt dreif­ingu loðnu sam­kvæmt berg­máls­gild­um. Kort/​Haf­rann­sókna­stofn­un

Hrygn­ing­ar­stofn­inn verði 193 þúsund tonn

„Heild­ar­magn loðnu mæld­ist tæp 610 þúsund tonn og þar af var stærð veiðistofns met­in 307 þúsund tonn. Þegar tekið hef­ur verið til­lit til met­ins afráns fram að hrygn­ingu í mars er metið að hrygn­ing­ar­stofn­inn verði 193 þúsund tonn. Mark­mið afla­reglu er að miða heild­arafla við að meira en 95% lík­ur séu á að hrygn­ing­ar­stofn verði yfir viðmiðun­ar­mörk­um upp á 114 þúsund tonn á hrygn­ing­ar­tíma. Það mun ekki nást sam­kvæmt niður­stöðum stofn­mats­ins og því er gef­in ráðgjöf um eng­ar veiðar á þessu fisk­veiðiári,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

„Magn ókynþroska í fjölda var um 57 millj­arðar en sam­kvæmt samþykktri afla­reglu þarf yfir 50 millj­arða til að mælt verði með upp­hafsafla­marki fyr­ir næsta fisk­veiðiár (2025/​2026) en Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðið mun gefa ráðgjöf þar að lút­andi í júní á næsta ári.“

mbl.is