Það vantar sérúrræði fyrir kvenfanga

Tinna og Þóra Björg geta miðlað reynslu sinni sem fyrrum …
Tinna og Þóra Björg geta miðlað reynslu sinni sem fyrrum fangar. mbl.is/Árni Sæberg

Margsinn­is hef­ur komið fram, t.a.m. í skýrsl­um og fjöl­miðlum, að aðstöðu og þjón­ustu við kven­fanga á Íslandi sé veru­lega ábóta­vant. Í sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins síðastliðna helgi birt­ist viðtal við þær Þóru Björgu Sirrýj­ar­dótt­ur, 35 ára, og Tinnu Hilm­ars­dótt­ur Konu­dótt­ur, 39 ára, sem báðar hafa afplánað dóma í fang­els­um hér­lend­is og geta því deilt reynslu sinni af ís­lenska refsi­vörslu­kerf­inu.

Þóra afplánaði þris­var í kvennafang­els­inu í Kópa­vogi og á Kvía­bryggju en Tinna sat inni á Hólms­heiði og á Sogni.

Nokkuð ljóst er á sam­tal­inu við þær að kerfið hafi brugðist og að frjáls og óháð fé­laga­sam­tök og aðrir sam­fang­ar hafi veitt aðstoð sem þær hefðu átt að fá frá yf­ir­völd­um.

Þóra og Tinna eru edrú í dag og vinna mik­il­vægt sjálf­boðastarf sem trúnaðar­kon­ur inn­an AA sam­tak­anna og í vett­vangsteymi á veg­um Af­stöðu, hags­muna­sam­taka fanga. Í vett­vangsteym­inu fara þær inn í fang­els­in, ræða við fanga sem sitja í afplán­un og koma skila­boðum eða ábend­ing­um á fram­færi við yf­ir­völd.

Sam­kvæmt Guðmundi Inga Þórodds­syni, for­manni Af­stöðu, spar­ar vett­vangsteymið rík­inu yfir 200 millj­ón­ir króna á ári.

Nei­kvæð niðurstaða skýrslu umboðsmanns

Í skýrslu frá umboðsmanni Alþing­is í júlí 2023, sem er niðurstaða vett­vangs­rann­sókn­ar í fang­els­un­um, kem­ur m.a. fram að mögu­leik­ar kvenna á að afplána í opnu úrræði eru lak­ari en karla sem er „ósam­ræm­an­legt al­menn­um jafn­ræðis­regl­um“.

Stór hluti kven­fanga glím­ir við eða hef­ur glímt við vímu­efna­vanda og er fé­lags­leg staða þeirra yf­ir­leitt lak­ari en hjá körl­um, samt fá þær minnsta aðstoð inn­an refsi­vörslu­kerf­is­ins við að ná tök­um á vanda sín­um.

Þá er til­mæl­um beint til mennta- og barna­málaráðuneyt­is­ins, dóms­málaráðuneyt­is­ins og Fang­els­is­mála­stofn­un­ar er varða at­vinnu­tæki­færi og mennt­un kven­fanga, upp­lýs­inga­gjöf, virkn­istarf og þjón­ustu.  

Tinna bend­ir á að það vanti stuðning á staðnum til að setja fang­ana bet­ur inn í hvernig best sé að stunda nám. Það hafi skort á aðhald. 

„Og maður fékk ein­hver laun fyr­ir að vera fjar­námi. En það var eng­inn sem kenndi mér á tækni­legu hliðina. Allt í einu sit ég fyr­ir fram­an tölv­una og veit í raun ekk­ert hvað ég á að gera.“

Þær benda á gallana í refsivörslukerfinu.
Þær benda á gall­ana í refsi­vörslu­kerf­inu. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Fyr­ir­komu­lag kven­fanga

Kon­ur sem afplána eru í dag send­ar á Hólms­heiði, sem er gæslu­v­arðhalds- og mót­tökufang­elsi með hátt ör­ygg­is­stig, eða á Sogn. Til að afplána á Sogni þarf að upp­fylla ströng skil­yrði þar sem um opið úrræði er að ræða. Á Sogni eru að jafnaði 18 karl­menn á móti þrem­ur kon­um en að sögn hlutaðeig­andi ger­ir þessi mun­ur það að verk­um að þær kjósi frek­ar Hólms­heiðina.

Meg­inniðurstaða áður­nefndr­ar skýrslu umboðsmanns sýn­ir að skort­ur á virkn­i­starfi og þjón­ustu við kven­fanga á Hólms­heiði vitni um að fang­elsið henti illa sem lang­tíma­úr­ræði.

Tinna lýs­ir upp­lif­un sinni af að koma inn í fang­elsið á Hólms­heiði. „Ég var í mjög slæmu ástandi þegar ég kom inn og vissi ekk­ert hvar ég var þegar ég vaknaði, þótt ég hafi nú áttað mig smám sam­an á því.“

Hún ít­rek­ar að vönt­un hafi verið á upp­lýs­inga­gjöf og að hún hafi þurft að sækja upp­lýs­ing­ar sjálf t.a.m um geðheilsu­teymið, sem hún frétti af í gegn­um sam­fanga.

Það skýt­ur skökku við að kon­ur eru send­ar í afplán­un á Hólms­heiði þegar fram kem­ur í skýrslu nefnd­ar um framtíðarrekst­ur fang­els­is­ins á Litla-Hrauni frá ár­inu 2007 að sam­kvæmt þarfagrein­ingu átti ekki að vista lang­tímafanga á Hólms­heiði. Kon­ur áttu að vera vistaðar þar í skamm­tíma­afplán­un eða við upp­haf afplán­un­ar áður en þær yrðu send­ar annað í lang­tíma­afplán­un.

Nefnd­in sem vann skýrsl­una var á veg­um þáver­andi dóms- og kirkju­málaráðuneyt­is og Fang­els­is­mála­stofn­un­ar.

Við vinnslu skýrsl­unn­ar leitaði nefnd­in eft­ir sjón­ar­miðum starfs­manna fang­els­is­ins á Litla Hrauni, fanga og allra þeirra sér­fræðinga sem koma að starfi Litla-Hrauns. Miðað við þau viðtöl sem tek­in voru og upp­lýs­ing­ar sem nefnd­in aflaði er talið mik­il­vægt að kven­fang­ar eigi mögu­leika á að afplána refsi­vist í sér­stöku kvennafang­elsi. Mælt var með að slíkt fang­elsi yrði deilda­skipt með mögu­leik­um á ör­yggis­vist­un og op­inni eða hálfop­inni vist­un. Góð aðstaða þyrfti að vera fyr­ir börn þeirra kvenna sem þar myndu dvelj­ast. 

Í skýrslu umboðsmanns 2023 seg­ir aft­ur „að ekki verði séð að innviðir fang­els­anna full­nægi þörf­um ungra barna sem kynnu að dvelja í afplán­un með mæðrum sín­um.“

Að 16 árum liðnum, frá skýrsl­unni 2007, er líkt og ekk­ert hafi verið hlustað á þær ábend­ing­ar sem sett­ar voru fram.

Dóms­málaráðherra, Guðrún Haf­steins­dótt­ir, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að verið sé að taka fulln­ustu­kerfið til skoðunar heild­rænt, sem hafi aldrei verið gert. Nú sé í áætl­un að byggja nýtt fang­elsi fyr­ir karl­kyns fanga á Stóra-Hrauni fyr­ir 14 millj­arða með t.d. sér meðferðar­hús­næði en stak­stæða ein­ingu fyr­ir kven­fanga á Sogni og að sett­ar verði 3-400 millj­ón­ir króna í þá bygg­ingu. 

Tinna og Þóra Björg hafa ótrúlega sögu að segja, eru …
Tinna og Þóra Björg hafa ótrú­lega sögu að segja, eru edrú í dag og virk­ar í sjálf­boðastarfi m.a. í vett­vangsteymi Af­stöðu. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Neysl­an kom þeim í fang­elsi

Áður voru starf­rækt kvennafang­elsið í Kópa­vogi, sem var lokað árið 2015 og um tíma var prófað að láta kon­ur afplána á Kvía­bryggju, en því var hætt árið 2018 því aðstæður þóttu betri fyr­ir bæði kyn á Sogni.

„Ég sat inni í janú­ar til júlí 2011 og aft­ur í svipaðan tíma árið 2012. Svo frá janú­ar fram í ág­úst 2014,“ svar­ar Þóra. Hún hef­ur fengið einn dóm síðan þá en afplánaði hann í sam­fé­lagsþjón­ustu þar sem hann náði ekki 24 mánuðum.

„Fyrsta skipti sem ég sat inni [2011] var ég bara úti að flauta all­an tím­ann,“ og vís­ar Þóra í að hafa verið í neyslu all­an þann tíma sem hún sat fyrst í kvennafang­els­inu. „Fyrsta sem ég gerði var að láta kær­asta minn koma með meik til mín og í meik­inu voru Contalg­in-töfl­ur. Hann kem­ur með þetta til mín bara fyrsta sól­ar­hring­inn.“

Árið 2014 hóf Þóra sína þriðju afplán­un í kvennafang­els­inu, þá búin að vera edrú í hálft ár, sem var eitt af skil­yrðum þess að hún fengi síðan að afplána í opnu úrræði á Kvía­bryggju. Á þeim stutta tíma sem Þóra var í kvennafang­els­inu var mik­il neysla en einn sam­fanga Þóru fékk pen­inga­send­ing­ar með Fenta­nýl plástr­um inn í fang­elsið. 

„Þetta er bara glær plást­ur sem er límd­ur á pen­ing­ana.“ Þeir voru svo tekn­ir af og sett­ir í bolla með vatni sem hitað var í ör­bylgju­ofni. Sítr­óna var kreist út í og vökvinn drukk­inn.

„Þarna voru all­ir á haus. Það var ögr­andi að vera edrú í því um­hverfi,“ seg­ir Þóra. Á þeim tíma voru AA-fund­irn­ir henn­ar hald­reipi.

Aðspurð nefn­ir Þóra dæmi um þá dóma sem hún hef­ur hlotið t.a.m fyr­ir þjófnað, nytjastuld, akst­ur und­ir áhrif­um fíkni­efna og fíkni­efna­laga­brot. „Það er eng­inn sem fær mig í þetta. Þetta er klár­lega bara ég, búin að taka mikið af efn­um og þá er góð ákvörðun að fara að stela.“

Það sama á við um Tinnu sem var í mik­illi neyslu um tíma áður en hún fór í fang­elsi. En hún bæt­ir því við að brot­in snú­ist ekki ein­ung­is um að fjár­magna neysl­una held­ur einnig það að verða háður því að gera eitt­hvað af sér. Tinna man vel dag­setn­ing­una þegar hún fór inn á Hólms­heiði í afplán­un, 22. októ­ber 2021, sem var fyrsta og eina skiptið.

„Ég var þá með sex dóma og einn ann­an á leiðinni. Aðallega fyr­ir akst­ur án öku­rétt­inda og und­ir áhrif­um og inn­brot.“

Tinna byrjaði afplán­un­ina á Hólms­heiði frá októ­ber til janú­ar. Það tók hana sex vik­ur að fá að hitta son sinn, þá 17 ára, vegna þess að óra­tíma tók að fá ís­lyk­il svo hún gæti sótt for­sjár­vott­orð. Tinna seg­ir að fang­elsið hafi átt að út­vega lyk­il­inn og það hafi verið mjög dap­urt og erfitt fyr­ir þau mæðgin að hitt­ast ekk­ert all­an þenn­an tíma.

Síðar var Tinna færð í opið úrræði á Sogni ásamt tveim­ur öðrum kon­um, frá janú­ar fram í maí 2022, en þá fór hún á Vernd og er enn á reynslu­lausn.

Af hverju Sogn?

Þegar Þóra Björg og Tinna eru spurðar út í hvaða breyt­ingu þær myndu vilja sjá á mál­efn­um kven­fanga á Íslandi svar­ar Þóra um hæl: „Mér finnst að þær ættu að vera al­veg sér, ekki á Sogni. Það á að vera fang­elsi ein­ung­is fyr­ir kon­ur. Það er allt öðru­vísi að vera kona í fang­elsi með kon­um eða kona í fang­elsi með kon­um og körl­um.“

Tinna er fljót að bæta við: „Ég skil bara ekki af hverju það [um­rætt hús á Sogni] má ekki vera ein­hvers staðar ann­ars staðar. Ef það á að byggja hús, af hverju þarf það að vera á Sogni? Maður verður hvort eð er alltaf að hitta þetta lið þarna úti,“ og á Tinna þar við karl­menn­ina sem afplána á Sogni með kon­un­um.

„Ég myndi vilja sjá sér fang­elsi með meðferðargangi eins og er á Litla-Hrauni. Það er fullt af kven­kyns fanga­vörðum sem vildu vinna bara í kvennafang­elsi,“ seg­ir hún.

Erfitt að vera í kring­um karl­ana

Tinna og hinir tveir kven­fang­arn­ir á Sogni náðu vel sam­an. En hún seg­ir að erfitt hafi verið að um­gang­ast ákveðinn hóp karl­kyns fang­anna, vegna sögu um kyn­ferðis­brot og eins vegna þess hvernig þér létu við sam­fanga Tinnu.

„Sum­ir menn þarna komu úr sama heimi og ég og voru þekkt­ir fyr­ir að vera mjög óviðeig­andi við kon­ur,“ seg­ir Tinna. „Kon­ur eiga bara að geta farið sam­an í opið úrræði án þess að hitta karl­menn.“

Hún út­skýr­ir að sum­ir fang­anna hafi verið að senda óviðeig­andi skila­boð á eina þeirra og eltu hana jafn­vel á rönd­um.

„Hún er í afplán­un og er alltaf að reyna að gera sitt besta. Henni fannst óþægi­legt að fara niður í mat­sal því hún hafði verið að fá skila­boð frá ein­hverj­um þeirra. Svo var ann­ar maður sem elti hana út um allt, var svo skot­inn í henni og var miklu eldri en hún.“ Sú kona hafi hins veg­ar ekki leitað aðstoðar fanga­varðanna því upp­lif­un kvenn­anna hafi al­mennt verið að það hefði ekk­ert upp á sig. Jafn­vel ein­hver ótti við að standa í fæt­urn­ar gegn karl­mönn­un­um.

Í skýrsl­unni 2007 kom fram að ljóst er að veita þarf kven­föng­um sér­stak­an stuðning vegna fé­lags­legra aðstæðna þeirra. Rann­sókn­ir hafi verið gerðar sem sýna fram á að meiri­hluti kven­fanga eigi við mun meiri fé­lags- og heil­brigðis­vanda­mál að etja en karlfang­ar. Á þeim tíma tóku starfs­menn kvennafang­els­is­ins í Kópa­vogi heils­hug­ar und­ir það.

Huga þarf sér­stak­lega að meðferð fyr­ir kven­fanga sem hafa sætt of­beldi og kyn­ferðis­legri mis­notk­un, sér­stakri meðferð fyr­ir kon­ur með áfeng­is- og vímu­efna­vanda sem og því að vernda kon­ur gegn of­beldi og mis­notk­un í fang­elsi með karl­mönn­um.

Þarf­ir kvenna eru ólík­ar þörf­um karl­manna og flest­ir þeir sem rætt var við í téðri skýrslu töldu heppi­leg­ast að kon­ur afplánuðu í sér­stöku kvennafang­elsi, þannig næðist betri ár­ang­ur í meðferðar- og upp­bygg­ing­ar­starfi.

Tinna seg­ist t.a.m. aldrei hafa hitt vímu­efnaráðgjafa þegar hún sat inni. Hins veg­ar hafi hún verið hepp­in að þar var kona sem kom edrú í afplán­un og bauð henni með á AA-fund.

„Ég er ekk­ert viss um að ég hefði náð þessu ef hún hefði ekki verið þarna.“

Sterkar konur sem reynt hafa ýmislegt og horfa björtum augum …
Sterk­ar kon­ur sem reynt hafa ým­is­legt og horfa björt­um aug­um til framtíðar. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Lífið eft­ir afplán­un

Þóra á einn dreng sem er þriggja og hálfs árs. Hún lýs­ir líf­inu með syn­in­um sem því besta sem hún hafi upp­lifað. „Þetta var púslið sem vantaði til að gera mig heila,“ seg­ir hún og ljóm­ar.

Aðspurð seg­ir hún lít­inn stuðning vera af hálfu yf­ir­valda eft­ir afplán­un. Eft­ir að hafa lokið afplán­un 2014 fór hún á Vernd og svo á áfanga­heim­ili á veg­um Kross­ins. En raun­veru­lega var ekk­ert sem greip hana, þetta voru leiðir sem hún leitaði sjálf að t.d. hjá fé­lagsþjón­ust­unni.

„Ég man að á Vernd­inni fór ég að vinna á Sam­hjálp. Ég var þá einnig hjá sál­fræðingi á veg­um Fang­els­is­mála­stofn­un­ar en það var eitt­hvað sem ég sótti sjálf. Ég man ekki til þess að mér hafi verið boðin sú þjón­usta.“

Tinna seg­ir svipaða hluti, hún fór inn á Vernd en fátt annað hafi tekið við. Hún sótt­ist sjálf eft­ir aðstoð, fékk að hitta áfram ráðgjafa í geðheilsu­teym­inu en eng­inn hafi beint henni áfram.

„Það munaði engu að ég dytti í það þegar ég kom út. AA greip mig. Eng­inn ann­ar.“ Tinna árétt­ar að líkt og við upp­haf afplán­un­ar vanti einnig upp­lýs­inga­gjöf eft­ir að henni lýk­ur

„Maður upp­lif­ir bara að fólk hugsi að ég hafi komið mér í þetta sjálf og auðvitað gerði ég það en þetta snýst ekki um að vilja ekki taka ábyrgð held­ur kann maður ekki að taka ábyrgð.“

Í dag er Tinna í náms- og starf­send­ur­hæf­ingu hjá Hringsjá.

Þóra er að læra fíkni­ráðgjöf í símennt­un við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri, en hún hef­ur einnig lokið námi við Ráðgjaf­ar­skóla Íslands. Námið er ætlað þeim sem hafa hug á að starfa á t.d. geðsviði, áfanga­heim­il­um og öldrun­ar­heim­il­um, fyr­ir ung­linga, fyr­ir áfeng­is- og fíkni­efna­neyt­end­ur og fjöl­skyld­ur þeirra.

Eitt er að fást við áföll­in en annað að fást við pen­inga­hliðina. Þóra seg­ist enn skulda dóms- og sak­ar­kostnað. Hún er á ör­orku, er ein­stæð móðir og ekki með bíl­próf. Hún seg­ist jafn­framt ætla að sækja um að fá kostnaðinn niður­felld­an en að ekk­ert sé sjálf­gefið í þeim efn­um.

Hún not­ar tím­ann sem hún hef­ur af­lögu í að starfa í þágu fanga en starf­semi Af­stöðu og vett­vangsteym­is­ins spar­ar rík­inu háar fjár­hæðir.

Tinna bend­ir á hve gott sé að eiga sterkt bak­land. Þegar ein­stak­ling­ar hafa verið í neyslu og endi svo í fang­elsi sé ým­is­legt sem þurfi að leggja út fyr­ir svo ekki sé talað um skuld­irn­ar. Hún nefn­ir dæmi um tenn­urn­ar í sér, en þær sem eft­ir voru hafi all­ar verið skemmd­ar eft­ir neysl­una.

„Ég er ótrú­lega hepp­in með mömmu sem gat aðstoðað mig. Við erum flest að koma úr hörðum heimi og það er mjög erfitt ef baklandið er ekki gott.“

Aðspurðar hvernig þær horfi á reynsl­una, seg­ir Tinna: „Þetta var mjög erfitt, en gerði mér al­veg hell­ings­gott líka. Ég er alla­vega enn edrú.“

Þóra seg­ist ekk­ert reið þegar hún horfi til baka. „Þetta er bara sag­an mín. Það er búið að skrifa sög­una okk­ar. Ég er al­veg viss um það. Ég hugsa oft þegar ég sé gaml­ar bekkjar­syst­ur að ég hefði getað verið á sama stað og þær. En ég veit að það er ástæða fyr­ir öllu og við eig­um bara að vera þar sem við erum. Það hef­ur komið mér hvað lengst að hugsa þetta bara þannig.“

mbl.is