„Enginn talar um hið augljósa“

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson er framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum.
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson er framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson.

Haf­rann­sókna­stofn­un legg­ur til að eng­ar loðnu­veiðar verði leyfðar fisk­veiðiárið 2024 til 2025. Ráðgjöf­in bygg­ir á niður­stöðum berg­máls­mæl­inga á loðnu­stofn­in­um á tíma­bil­inu 21. ág­úst til 1. októ­ber en verður end­ur­met­in þegar niður­stöður berg­máls­mæl­inga á stærð veiðistofns­ins liggja fyr­ir í byrj­un næsta árs.

„Þetta eru von­brigði. Við höfðum von­ast eft­ir því að þetta liti bet­ur út og að það yrði ein­hver veiði,“ seg­ir Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, fram­kvæmda­stjóri Vinnslu­stöðvar­inn­ar í Vest­manna­eyj­um, ávallt kallaður Binni, þegar Morg­un­blaðið ber ákvörðun­ina und­ir hann.

„Fram kom hjá fiski­fræðing­um að sjór­inn fyr­ir norðan land væri að kólna og um­hverf­isáhrif væru því já­kvæði fyr­ir loðnuna að því leyti. Áður var sagt að mak­ríll væri að éta loðnu­seiðin en nú er mak­ríll ekki að ganga fyr­ir norðan land. Eng­inn tal­ar hins veg­ar um hið aug­ljósa og það er að síðustu tvo ára­tug­ina hafa hvala­stofn­ar við Ísland vaxið gríðarlega,“ seg­ir Binni og seg­ir áhrif hvala á líf­ríkið merkj­an­leg.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag, laug­ar­dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina