Fer Íris fram – og þá fyrir hvaða flokk?

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 5:58
Loaded: 2.77%
Stream Type LIVE
Remaining Time 5:58
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Mun bæj­ar­stjór­inn í Vest­manna­eyj­um söðla um og taka sér stöðu á lands­mála­sviðinu? Það ligg­ur ekki fyr­ir, né held­ur fyr­ir hvaða flokk það yrði, kæmi sú staða upp. 

Gegndi trúnaðar­störf­um fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk

Þetta kem­ur fram í sam­tali við Írisi Ró­berts­dótt­ur í Spurs­mál­um. Hún stofnaði ásamt fleir­um til fram­boðs til sveit­ar­stjórn­ar í Eyj­um árið 2018 und­ir merkj­um H-lista. Var henni við það vísað úr Sjálf­stæðis­flokkn­um. Hún hafði áður gegnt trúnaðar­störf­um fyr­ir flokk­inn og meðal ann­ars setið sem varaþingmaður fyr­ir hann á ár­un­um 2009-2013.

Það kem­ur Írisi raun­ar á óvart að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn sé alla jafna ekki nefnd­ur sem mögu­leg­ur vett­vang­ur fyr­ir hana, komi til þess að hún færi sig yfir í lands­mál­in.

Allt um þetta í Spurs­mál­um en viðtalið við Írisi má sjá og heyra í heild sinni hér að neðan. Hún er gest­ur þátt­ar­ins ásamt Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, ráðherra og Bergþóri Ólasyni, þing­flokks­for­manni Miðflokks­ins.

mbl.is