Aðdáendur Bomer vonsviknir

Leikarinn hefur farið með hlutverk í vinsælum kvikmyndum og sjónvarpsþáttaröðum …
Leikarinn hefur farið með hlutverk í vinsælum kvikmyndum og sjónvarpsþáttaröðum síðustu ár. Ljósmynd/AFP

Aðdá­end­ur banda­ríska leik­ar­ans Matt Bomer urðu fyr­ir von­brigðum þegar hann mætti ekki í eig­in per­sónu á heiðurs­kvöld um­hverf­is­sam­tak­anna Hudson Ri­ver Park Friends á fimmtu­dag.

Bomer og eig­inmaður hans, kynn­ing­ar­full­trú­inn Simon Halls, voru sér­stak­ir heiðurs­gest­ir og höfðu fjöl­marg­ir aðdá­end­ur Magic Mike-stjörn­unn­ar verslað sér miða á viðburðinn í þeirri von um að hitta leik­ar­ann sem sást þó aðeins í mý­flugu­mynd á skjáv­ar­pa.

Leik­ar­inn, best þekkt­ur fyr­ir hlut­verk sín í White Coll­ar, American Horr­or Story, Will & Grace og Magic Mike-trílógí­unni, gat því miður ekki verið viðstadd­ur sök­um taka.

Bað viðstadda af­sök­un­ar

Bomer, sem sat við hlið eig­in­manns síns í mynd­band­inu, byrjaði á því að biðja viðstadda af­sök­un­ar og hélt svo áfram og talaði um hvað Hudson Ri­ver Park-garður­inn í New York væri þýðing­ar­mik­ill fyr­ir hann og fjöl­skyldu hans. Bomer og Halls eru for­eldr­ar þriggja drengja.

Þrátt fyr­ir fjar­veru leik­ar­ans söfnuðust ríf­lega 411 millj­ón­ir ís­lenskra króna fyr­ir sam­tök­in. Meðal gesta á viðburðinum voru at­hafna­kon­an Martha Stew­art, sjón­varps­maður­inn Ronny Chieng og stjórn­mála­menn­irn­ir Bri­an Kavan­augh og Erik Bottcher.

mbl.is