Þekktur gítarleikari skotinn mörgum sinnum

Lee er vel þekktur í rokkheiminum.
Lee er vel þekktur í rokkheiminum. Skjáskot/rocknrolljournalist

Banda­ríski tón­list­armaður­inn Jake E. Lee, best þekkt­ur sem gít­ar­leik­ari Ozzy Os­bour­ne sem og rokksveit­ar­inn­ar Red Dragon Cartel, var skot­inn margsinn­is er hann var á göngu með hund­inn sinn í borg­inni Las Vegas aðfaranótt þriðju­dags.

Ekki er vitað um ástæðuna að baki árás­inni en að sögn lög­reglu þá slapp gít­ar­leik­ar­inn, sem er 67 ára, nokkuð vel. Talið er að hann muni ná sér að fullu.

Enn er eng­inn grunaður um verknaðinn en málið er í rann­sókn og er meðal ann­ars verið að skoða gögn úr eft­ir­lits­mynda­vél­um á svæðinu.

Umboðsmaður tón­list­ar­manns­ins ræddi við The Associa­ted Press í kjöl­far árás­ar­inn­ar og sagði það afar heppi­legt að byssu­kúl­urn­ar hefðu ekki hæft mik­il­væg líff­færi. 

mbl.is