Einvígi Jóns og Þórdísar Kolbrúnar í Spursmálum

Jón Gunnarsson, fyrrum ráðherra, mun mæta Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, utanríkisráðherra og varaformanni Sjálfstæðisflokksins í pólitísku einvígi.

Vettvangurinn er að sjálfsögðu Spursmál.

Þetta hefur verið staðfest eftir að þau staðfestu bæði komu sína í Hádegismóa eftir hádegi á morgun.

Jón vermdi annað sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í síðustu kosningum. Þórdís Kolbrún var í fyrsta sæti listans í Norðvestur. Það sæti tryggði hún sér eftir að hún lagði Harald Benediktsson, fyrsta þingmann kjördæmisins í prófkjöri 2021.

Þórdís Kolbrún og Jón mætast í Spursmálum.
Þórdís Kolbrún og Jón mætast í Spursmálum. mbl.is/samsett mynd

Færir sig um set

Nú hefur Þórdís Kolbrún tilkynnt að hún hyggist flytja sig í Suðvesturkjördæmi en hún hefur um langt árabil verið búsett í Kópavogi.

Jón hyggst ekki gefa sætið eftir og kosið verður milli þeirra á kjördæmisþingi sem haldið verður á sunnudag.

Fylgstu með Spursmálum kl. 14 á morgun, föstudag. Þátturinn er sýndur á mbl.is og er einnig aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

mbl.is