Einvígi Jóns og Þórdísar Kolbrúnar í Spursmálum

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Jón Gunn­ars­son, fyrr­um ráðherra, mun mæta Þór­dísi Kol­brúnu R. Gylfa­dótt­ur, ut­an­rík­is­ráðherra og vara­for­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins í póli­tísku ein­vígi.

    Vett­vang­ur­inn er að sjálf­sögðu Spurs­mál.

    Þetta hef­ur verið staðfest eft­ir að þau staðfestu bæði komu sína í Há­deg­is­móa eft­ir há­degi á morg­un.

    Jón vermdi annað sætið á lista Sjálf­stæðis­flokks­ins í Suðvest­ur­kjör­dæmi í síðustu kosn­ing­um. Þór­dís Kol­brún var í fyrsta sæti list­ans í Norðvest­ur. Það sæti tryggði hún sér eft­ir að hún lagði Har­ald Bene­dikts­son, fyrsta þing­mann kjör­dæm­is­ins í próf­kjöri 2021.

    Þórdís Kolbrún og Jón mætast í Spursmálum.
    Þór­dís Kol­brún og Jón mæt­ast í Spurs­mál­um. mbl.is/​sam­sett mynd

    Fær­ir sig um set

    Nú hef­ur Þór­dís Kol­brún til­kynnt að hún hygg­ist flytja sig í Suðvest­ur­kjör­dæmi en hún hef­ur um langt ára­bil verið bú­sett í Kópa­vogi.

    Jón hyggst ekki gefa sætið eft­ir og kosið verður milli þeirra á kjör­dæm­isþingi sem haldið verður á sunnu­dag.

    Fylgstu með Spurs­mál­um kl. 14 á morg­un, föstu­dag. Þátt­ur­inn er sýnd­ur á mbl.is og er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

    mbl.is