Aðalfundur LS haldinn í fertugasta sinn

Arthur Bogason formaður LS bendi spjótum sínum að stjórnvöldum í …
Arthur Bogason formaður LS bendi spjótum sínum að stjórnvöldum í ávarpi sínu. Eggert Jóhannesson

Það var þétt setið á fer­tug­asta aðal­fundi Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda (LS) sem fer nú fram í Há­teigs­saln­um á Grand hót­el í Reykja­vík.

Arth­ur Boga­son formaður LS setti fund­inn og einnig ávarpaði Guðlaug­ur Þór Þórðar­son um­hverf­is-, orku- og loft­lags­ráðherra fund­ar­gesti. Stærstu tíðindi fund­ar­ins voru þau að Bjarni Jóns­son þingmaður Vinstri græna kom í pontu eft­ir að Arth­ur og Guðlaug­ur höfðu lokið mál­inu sínu og lýsti því yfir að hann hafi sagt sig úr flokk­un­um.

Arth­ur fór yfir víðan völl í ávarp­inu sínu og sendi hann stjórn­völd­um tón­inn vegna stöðu smá­báta út­gerða í Gríms­ey.

„Hvernig má það vera við sem höf­um al­ist upp við strönd­ina, upp­lif­um ár eft­ir ár að lög­gjaf­inn nýti öll tæki­færi til að hindra, þann sjálf­sagða rétt hvers og eins að sækja lífs­björg í þessa sam­eig­in­legu auðlind,” sagði Arth­ur.

Í því sam­bandi vísaði Arth­ur til út­gerðamanna í Gríms­ey sem höfðu und­an­far­in ár haft und­anþágu frá reglu­gerð sem skyld­ar þá að vinna all­an afla á staðnum. Ný­lega hafði þeim verið upp­lýst að sú und­anþága yrði ekki fram­lengd.

„Nýj­asta dæmið um þenn­an fá­rán­leika er sá raun­veru­leiki sem blas­ir nú við Gríms­ey­ing­um. Um­hverf­is út­vörð þenn­an í norðri liggja gjöf­ul fiski­mið sem lögðu grund­völl að byggðinni fyr­ir um það bil eitt þúsund­um árum,” sagði Arth­ur.

Gagn­rýn­ir boðaða kvóta­setn­ingu á grá­sleppu

Hann sagði að LS hafi í gegn­um tíðina þurft að glíma við fjöld­an all­an af óvönduðum lög­um og reglu­gerðum.

„Besta dæmið um slíkt sem ég veit um eft­ir öll þessi ár um óvönduð og óboðleg vinnu­brögð Alþing­is, eru ný­lega samþykkt lög um kvóta­setn­ingu grá­slepp­unn­ar. Það er engu lík­ara að all­ir nefnd­ar­menn at­vinnu­vega­nefnd­ar og all­ir emb­ætt­is­menn at­vinnu­vegaráðuneyt­is­ins, séu annað hvort ólæs­ir eða illi­lega les­blind­ir,” sagði Arth­ur.

Að hans mati séu lög­in um kvóta­setn­ingu grá­slepp­urn­ar vera stór­kost­legt klúður hjá stjórn­völd­um, enda aldrei séð eins hroðvirkn­is­leg vinnu­brögð frá stofn­un sam­tak­anna.

Það var þungt yfir sumum fundargestum vegna áforma stjórnvalda að …
Það var þungt yfir sum­um fund­ar­gest­um vegna áforma stjórn­valda að setja kvóta á grá­slepp­una. Eggert Jó­hann­es­son


 

Guðlaug Þór Þórðarson umhversráðherra sagðist vera eini ráðherran sem þorði …
Guðlaug Þór Þórðar­son um­hvers­ráðherra sagðist vera eini ráðherr­an sem þorði að koma á fund­inn, við góðar und­ir­tekt­ir fund­ar­gesta. Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is