Fyrrverandi starfsfólki „sé haldið í spennitreyju“

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Hákon Pálsson

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, hef­ur birt opið bréf til starfs­fólks Sam­herja í kjöl­far um­fjöll­un­ar Heim­ild­ar­inn­ar sem birt­ist í dag.

„Heim­ild­in birti í dag um­fjöll­un um mál sem hef­ur verið til rann­sókn­ar í fimm ár. Þar er því haldið fram að upp­lýs­ing­arn­ar varpi nýju ljósi á máls­at­vik. Svo er ekki,“ seg­ir Þor­steinn í bréf­inu.

Hann seg­ir um­fjöll­un Heim­ild­ar­inn­ar hvorki hnika né hreka fyrri yf­ir­lýs­ing­um hans um málið – þær standi óhaggaðar.

Um­fjöll­un­in megi ekki raska vinnufriðnum

Seg­ir hann sér þykja mjög miður og óá­sætt­an­legt að fyrr­ver­andi starfs­fólki fyr­ir­tæk­is­ins sé haldið í spennitreyju með rétt­ar­stöðu sak­born­ings í fimm ár án til­efn­is. Miðað við þær upp­lýs­ing­ar sem liggi fyr­ir megi reikna með að þannig verði það áfram.

„Eins og ég hef áður sagt þá mun­um við verj­ast þess­um ásök­un­um af full­um þunga en málið verður ekki rekið í fjöl­miðlum,“ seg­ir Þor­steinn við starfs­fólk sitt.

„Aðal­atriðið er að þið látið ekki þessa um­fjöll­un raska vinnufriðnum og haldið áfram ykk­ar góðu verk­um. Vik­an sem er að líða gekk vel, tíðarfarið hef­ur verið gott, skip­in fiska vel, vinnsl­urn­ar eru öfl­ug­ar að vanda og þá borðaði fisk­ur­inn vel í eld­inu.“

mbl.is