Myndskeið: Árásarauglýsingar ganga á víxl

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Don­ald Trump, for­setafram­bjóðandi re­públi­kana, held­ur áfram að styrkja stöðu sína nú þegar aðeins 18 dag­ar eru til kosn­inga í Banda­ríkj­un­um. Í kosn­inga­aug­lýs­ingu Kamölu Harris, for­setafram­bjóðanda demó­krata, seg­ir að Trump sé áhætta sem Banda­ríkja­menn hafi ekki efni á.

    Þetta kem­ur fram í yf­ir­ferð Her­manns Nökkva Gunn­ars­son­ar, blaðamanns á mbl.is og Morg­un­blaðinu, í Spurs­mál­um í dag.

    Sam­kvæmt RealC­learPolitics þá er Trump núna að leiða í sex af sjö sveiflu­ríkj­um og hef­ur hann styrkt stöðu sína enn frek­ar síðastliðna viku. Fylg­is­mun­ur­inn er samt enn inn­an skekkju­marka í öll­um ríkj­um. 

    Tölvu­teiknuð mynd/​RealC­learPolitics/​Hall­ur

    Með yfir 300 kjör­menn miðað við mæl­ing­ar

    Miðað við kann­an­ir þá myndi hann nú fá 302 kjör­menn kjörna á sama tíma og Harris myndi fá 236 kjör­menn kjörna. 

    Þegar hvert ein­asta sveiflu­ríki er skoðað má þó sjá að fylg­is­mun­ur­inn er lít­ill. Mesta for­skotið er Trump með í Norður-Karólínu þar sem hann er með 1,2 pró­sentu­stiga for­skot á Harris. Í Penn­sylvan­íu leiðir Trump með 48,3% fylgi á sama tíma og Harris mæl­ist með 48% fylgi. 

    Eina ríkið sem Harris leiðir í er Wiscons­in þar sem hún er með 0,3 pró­sentu­stiga for­skot á Don­ald Trump. 

    Sveifluríkin.
    Sveiflu­rík­in. Tölvu­teiknuð mynd/​RealC­learPolitics/​Hall­ur

    Beitt­ar aug­lýs­ing­ar

    Svo­kallaðar árás­ar­aug­lýs­ing­ar (e. Attack ads) tíðkast í Banda­ríkj­un­um og geta skipt sköp­um í kosn­inga­bar­átt­um. Aug­lýs­ing­arn­ar mála upp eins svarta mynd af and­stæðingn­um og mögu­leiki er á en báðir fram­bjóðend­ur gera þetta. 

    Þetta ein­skorðast ekki bara við þess­ar kosn­ing­ar en þetta er notað í flest­um stór­um kosn­inga­bar­átt­um vest­an­hafs. 

    Í spil­ar­an­um að ofan má sjá tvö dæmi um árás­ar­aug­lýs­ing­ar. Í aug­lýs­ingu Harris er máluð upp sú mynd af Trump að hann sé fas­isti sem sé áhætta sem Banda­ríkja­menn hafi ekki efni á.

    Í aug­lýs­ingu Trumps er vísað í stöðu landa­mær­anna, efna­hags­mála og alþjóðamála. Þar er sagt að Harris myndi ekki gera neitt öðru­vísi við stjórn Banda­ríkj­anna held­ur en síðustu ár.

    „Ekk­ert mun breyt­ast með Kamölu. Meiri veik­leiki, fleiri stríð, fleiri ölm­us­ur fyr­ir ólög­lega [inn­flytj­end­ur] og enn hærri skatt­ar,“ seg­ir í aug­lýs­ingu Trumps. 

    Styrk­ir sig í veðbönk­um

    Her­mann fór einnig yfir veðbanka og ít­rekaði að þetta væri ekki vís­inda­leg nálg­un á það hvor sé lík­legri til þess að vinna. 

    Frek­ar mætti líta á veðbanka sem mæli­stiku á það hvaða fram­bjóðandi væri með meðvind. 

    Sam­kvæmt veðbönk­um eru 41,3% lík­ur á sigri Kamölu Harris en 57,6% lík­ur á sigri Don­alds Trumps. 

    Tölvu­teiknuð mynd/​RealC­learPolitics/​Hall­ur

    Jón Gunn­ars­son og Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir voru sér­stak­ir gest­ir í Spurs­mál­um í dag. Hægt er að horfa á þátt­inn í heild sinni í spil­ar­an­um hér að neðan. 

    mbl.is