Spursmál: Ný könnun sem sýnir fylgi flokkanna

Tals­verð hreyf­ing er á fylgi stjórn­mála­flokk­anna í því öldu­róti sem nú er uppi í ís­lensk­um stjórn­mál­um. Þetta staðfesta nýj­ar töl­ur í könn­un Pró­sents sem unn­in er fyr­ir Morg­un­blaðið og kynnt­ar eru í Spurs­mál­um í dag kl. 14:00.

Þar mun Andrés Magnús­son, full­trúi rit­stjóra á Morg­un­blaðinu, fara yfir töl­urn­ar og hvað lesa megi í þær fylg­is­breyt­ing­ar sem merkj­an­leg­ar eru í kjöl­far þess að rík­is­stjórn Sjálf­stæðis­flokks, VG og Fram­sókn­ar leyst­ist upp fyr­ir aug­um þjóðar­inn­ar um liðna helgi.

Ein­vígi í Krag­an­um

Í þætt­in­um heyr­ir til annarra tíðinda. Þar munu þau Jón Gunn­ars­son og Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir mæt­ast í fyrsta sinn eft­ir að hún til­kynnti að hún hygðist etja kappi við hann um annað sætið á lista Sjálf­stæðis­flokks­ins í Suðvest­ur­kjör­dæmi. Þór­dís er vara­formaður flokks­ins og ut­an­rík­is­ráðherra en Jón Gunn­ars­son hef­ur gegnt ráðherra­embætt­um fyr­ir hönd Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Allt bend­ir til þess að það stefni í hjaðninga­víg inn­an flokks­ins á sunnu­dag þegar kjör­dæm­is­ráð flokks­ins í Suðvest­ur kem­ur sam­an til þess að kjósa um fjög­ur efstu sæt­in fyr­ir þing­kosn­ing­arn­ar.

Hvernig eru spil­in að raðast í póli­tík­inni?

Þá munu þau Stefán Páls­son, sagn­fræðing­ur og vara­borg­ar­full­trúi VG og Sonja Lind Estrajher Eygló­ar­dótt­ir, aðstoðarmaður Will­ums Þórs Þórs­son­ar, einnig mæta til leiks og fara yfir stöðuna i lands­mál­un­um.

Sneisa­full­ur þátt­ur á dag­skrá hjá mbl.is kl. 14:00 í dag. Ekki missa af hon­um. Spurs­mál eru heit­asti þjóðmála­vett­vang­ur lands­ins um þess­ar mund­ir.

mbl.is