Yndislegt augnablik á Landspítalanum vekur athygli

Yndisleg stund.
Yndisleg stund. Samsett mynd

Starfs­menn Land­spít­al­ans hafa verið að vekja mikla at­hygli fyr­ir líf­leg og skemmti­leg mynd­skeið á sam­fé­lags­miðlasíðunni TikT­ok upp á síðkastið. Mynd­skeiðin gefa inn­sýn í fjöl­breytt, fal­legt og krefj­andi starf lækna, hjúkr­un­ar­fræðinga og annarra starfs­manna spít­al­ans.

Starfsmaður að nafni Shan Yousif deildi ynd­is­legu augna­bliki á sam­fé­lags­miðlasíðunni í gær­dag sem snert­ir inn að hjartarót­um og hef­ur án efa fengið ein­hverja til að fella gleðitár.

Shan, sem er upp­runa­lega frá Kúr­d­ist­an, hlaut ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt á dög­un­um og fagnaði áfang­an­um með því að sýna sjúk­lingi á spít­al­an­um glæ­nýtt vega­bréf sitt. Sjúk­ling­ur­inn, sem er eldri maður, sést fagna dátt með ungu kon­unni áður en hann tek­ur upp sím­ann sinn til að taka mynd af Shan, sem bros­ir breitt, með vega­bréfið sitt.

Fjöl­marg­ir hafa líkað við færsl­una og óskað Shan hjart­an­lega til ham­ingju með rík­is­borg­ara­rétt­inn.

„Eft­ir margra ára bú­setu á Íslandi er ég loks­ins orðinn ís­lensk­ur rík­is­borg­ari. Ég vildi deila þess­ari fal­legu stund með þeim sem ég elska mest. Hann er sjúk­ling­ur­inn minn en meira eins og fjöl­skyldumeðlim­ur. Hann studdi mig, fékk mig til að brosa og hef­ur gefið mér góð og hjálp­leg ráð og það er þess vegna sem ég vildi deila þessu með hon­um,“ skrif­ar Shan við færsl­una. 

mbl.is