Sagður hafa nauðgað 13 ára stúlku

Tónlistarmaðurinn Sean Combs á yfir höfði sér fangelsisvist verði hann …
Tónlistarmaðurinn Sean Combs á yfir höfði sér fangelsisvist verði hann fundinn sekur. Ljósmynd/AFP

Tón­list­armaður­inn Sean Combs, best þekkt­ur und­ir lista­manns­nafn­inu P. Diddy, hef­ur verið sakaður um að hafa beitt unga stúlku kyn­ferðisof­beldi í sam­kvæmi sem haldið var að lok­inni MTV-verðlauna­hátíðinni árið 2000, eða fyr­ir ríf­lega tutt­ugu árum síðan.

Stúlk­an sem um ræðir var aðeins 13 ára göm­ul.

Combs, sem var hand­tek­inn í sept­em­ber, hef­ur fengið á sig nýj­ar mál­sókn­ir þar sem hann er meðal ann­ars sakaður um nauðgun á barni und­ir kyn­ferðis­leg­um lögaldri.

Í mál­sókn­inni kem­ur fram að tveir þekkt­ir ein­stak­ling­ar úr Hollywood-heim­in­um hafi tekið þátt í at­hæf­inu. Þeir eru ekki nafn­greind­ir.

Stúlk­an 37 ára í dag

Stúlk­an, sem er núna 37 ára göm­ul, er titluð sem „Jane Doe” í máls­skjöl­un­um sem voru lögð fram í New York-borg á sunnu­dag.

Í skjöl­un­um kem­ur fram að hún hafi fengið sér einn drykk í sam­kvæm­inu og byrjað að líða skringi­lega stuttu síðar, en Combs er sagður hafa byrlað þó nokkr­um fórn­ar­lömb­um sín­um ólyfjan.

„Stefn­andi leitaði sér að stað til að hvíla sig, hann fór inn í það sem hann taldi vera tómt svefn­her­bergi, til að leggj­ast niður,“ seg­ir meðal ann­ars í máls­skjöl­un­um.

„Stuttu síðar gekk Combs inn í her­bergið ásamt fræg­um karl­manni og vel þekktri konu. Combs gekk í átt að stefn­anda með brjálað augnaráð. Hann greip hana og sagði: „Þú ert til­bú­inn að djamma.“

Seg­ir kon­una hafa fylgst með

Kon­an held­ur því fram að henni hafi verið nauðgað af Combs og ónefnda karl­mann­in­um og seg­ir að þekkta kon­an hafi fylgst með árás­inni, að því er seg­ir í um­fjöll­un New York Post.

Rapp­ar­inn hef­ur ít­rekað neitað sök síðan hann var fyrst hand­tek­inn í sept­em­ber síðastliðnum. Hef­ur hann verið ákærður fyr­ir kyn­lífsm­an­sal, fjár­svik og vændi. Hann er í haldi í Brook­lyn í New York og verður ekki lát­inn laus gegn trygg­ingu.

mbl.is