#41. - Sanna tekur slaginn fyrir sósíalismann

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, borg­ar­full­trúi og leiðtogi Sósí­al­ista­flokks Íslands í kom­andi þing­kosn­ing­um, sat fyr­ir svör­um í nýj­asta þætti Spurs­mála sem sýnd­ur var fyrr í dag. 

    Auk Sönnu mættu í settið þing­fram­bjóðend­urn­ir Snorri Más­son, sem sæk­ist eft­ir odd­vita­sæti á lista Miðflokks­ins í Reykja­vík, og Guðmund­ur Ari Sig­ur­jóns­son, sem að öllu óbreyttu mun skipa annað sæti á lista Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Suðvest­ur­kjör­dæmi, og rýndu helstu frétt­ir í líðandi viku.

    Upp­töku af þætt­in­um má sjá í spil­ar­an­um hér að ofan, á Spotify og YouTu­be og er öll­um aðgengi­leg.

    Í kappi við tím­ann 

    Öll stjórn­mála­öfl lands­ins keppa nú við tím­ann við að stilla upp fram­boðslist­um fyr­ir kom­andi alþing­is­kosn­ing­ar eft­ir að upp úr rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu slitnaði um miðjan októ­ber­mánuð. Ljóst er að um snarpa kosn­inga­bar­áttu er að ræða sem hef­ur nú þegar haft um­tals­verðar breyt­ing­ar í för með sér á upp­stillt­um list­um flokk­anna.

    Sósí­al­ist­ar munu ekki mæl­ast inni á þingi sé litið til skoðana­könn­un­ar Pró­sents sem kynnt var í Spurs­mál­um síðastliðinn föstu­dag. Þar mæld­ist flokk­ur­inn með 4,2% fylgi sem dug­ir ekki til að ná inn á þig þar sem lág­markið er 5% fylgi.  

    Sanna Magda­lena hyggst nú leggja allt sitt kapp á að auka fylgi flokks­ins á landsvísu og ná inn manni.

    Ekki missa af spenn­andi og upp­lýs­andi kosn­ingaum­ræðu í Spurs­mál­um hér á mbl.is alla þriðju­daga og föstu­daga fram að þing­kosn­ing­um þann 30. nóv­em­ber.  

    Snorri Másson, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Guðmundur Ari Sigurjónsson eru …
    Snorri Más­son, Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir og Guðmund­ur Ari Sig­ur­jóns­son eru gest­ir Stef­áns Ein­ars Stef­áns­son­ar í Spurs­mál­um. Sam­sett mynd
    mbl.is