Hafa fjárfest meira en sem nemur hagnaði

Baldvin Már Þorsteinsson stjórnarformaður Samherja flutti erindi sitt á Sjávarútvegsdeginum …
Baldvin Már Þorsteinsson stjórnarformaður Samherja flutti erindi sitt á Sjávarútvegsdeginum í Hörpu í Reykjavík. Ljósmynd/Samherji

Á síðustu fimm árum hafa Sam­herji Ísland og Sam­herji fisk­eldi varið meira en því sem hagnaður fé­lag­anna nem­ur í fjár­fest­ing­ar beint í rekstri þeirra. Á meðal fjár­fest­inga eru ný skip, vinnslu­hús og tækja­búnaður. Náði hlut­fallið heil­um 145% árið 2020 þegar Sam­herji vígði nýtt vinnslu­hús á Dal­vík.

Þetta er á meðal þess sem kom fram í er­indi Bald­vins Þor­steins­son­ar, stjórn­ar­for­manns Sam­herja hf., á Sjáv­ar­út­vegs­deg­in­um og fjallað er um í færslu á vef Sam­herja.

Bald­vin sagði stöðugar fjár­fest­ing­ar á und­an­förn­um árum hefðu skapað Sam­herja visst sam­keppn­is­for­skot. Fjár­fest­ing­ar fé­lags­ins síðustu ár hefðu miðast við end­ur­nýj­un skipa­flot­ans og aukna verðmæta­sköp­un á Íslandi. Fjár­fest­ing­ar Sam­herja í rekstr­in­um, þ.e. í skip­um, vinnslu­hús­um og tækja­búnaði, nema alls 31,8 millj­örðum króna á síðustu fimm árum á verðlagi hvers árs, að því er seg­ir í færsl­unni.

„Sam­herji hef­ur fjár­fest fyr­ir hærri fjár­hæðir en hagnaður fé­lags­ins hef­ur verið. Þetta hef­ur verið gert til að fram­leiða verðmæt­ari afurðir í framtíðinni. Ef við lít­um á síðustu fimm árin, var erfiðleik­um háð að fjár­festa á meðan heims­far­ald­ur­inn geisaði. Við mun­um halda áfram á sömu braut á kom­andi árum,“ sagði Bald­vin í er­indi sínu.

Fjárfestingar sem hlutdeild hagnaðar
Fjár­fest­ing­ar sem hlut­deild hagnaðar Mynd/​Sam­herji

„Stærsta ein­staka verk­efnið er upp­bygg­ing land­eld­is á Reykja­nesi sem er spenn­andi tæki­færi. Við sjá­um að viðskipta­vin­ir okk­ar vilja fjöl­breytt vöru­fram­boð og lax­inn er orðinn stærsta var­an í flest­um lönd­um.“

Greindi Bald­vin frá því að skóflu­stung­an að fyrsta áfanga land­eld­is­stöðvar Sam­herja fisk­eld­is á Reykja­nesi verður tek­in 15. nóv­em­ber. „ Kostnaður við fyrsta áfang­ann er um 35 millj­arðar króna en full­bú­in mun land­eld­is­stöðin á Reykja­nesi kosta um 95 millj­arða króna. Við þurf­um sömu­leiðis að end­ur­nýja skipa­flot­ann og auka þar með verðmæta­sköp­un og minnka kol­efn­is­sporið.“

Sjáv­ar­út­vegs­dag­ur­inn er ár­leg­ur fund­ur Deloitte, Sam­taka fyr­ir­tækja í Sjáv­ar­út­vegi og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins og var hald­inn 15. októ­ber síðastliðinn und­ir yf­ir­skrift­inni „Hvað næst?“. Var fjallað um stöðu og framtíðar­horf­ur í fisk­eldi, veiðum og vinnslu.

mbl.is