Loðnubrestur dregur verulega úr hagvexti

Hoffell SU skip Loðnuvinnslunnar. Það hagnast enginn á því að …
Hoffell SU skip Loðnuvinnslunnar. Það hagnast enginn á því að loðnuskipin verða bundin við bryggju í vetur. mbl.is/Gunnlaugur

Hvort loðnu­vertíð verður í vet­ur eða ekki hef­ur veru­leg áhrif á hag­vöxt næsta árs og kem­ur fram í nýrri hag­sjá Lands­bank­ans að ein hóf­leg til meðal­stór loðnu­vertíð gæti aukið hag­vöxt næsta árs umhálft til eitt pró­sentu­stig, en miðað við 2,3% hag­vöxt er um að ræða 22 til 30% meiri hag­vöxt verði loðnu­vertíð. 

Haf­rann­sókna­stofn­un til­kynnti 11. októ­ber síðastliðinn að á grund­velli berg­málsmæl­inga sem fram fóru í haust að stofn­un­in legg­ur til að eng­ar loðnu­veiðar verði stundaðar í vet­ur. Þó verður ráðgjöf­in end­ur­skoðuð ef niður­stöður vetr­ar­mæl­ing­ar í janú­ar gef­ur til­efni til. 

„Loðna er næst­mik­il­væg­asta fiski­teg­und­in sem Ísland flyt­ur út á eft­ir þorski og því get­ur loðnu­brest­ur haft all­nokk­ur áhrif á lands­fram­leiðslu,“ seg­ir í hag­sjánni. 

Bent er á að á „síðasta ára­tug hef­ur loðna nán­ast ein­göngu verið veidd fyrstu þrjá mánuði hvers árs, en þá mánuði er loðnan hrogna­full. Hrogn­in eru verðmæt­asti hluti loðnunn­ar og verðmæti afl­ans því há­markað með því að veiða loðnuna á því tíma­bili. Hlut­fall hrogna af heild­arafla eykst því jafn­an þegar afl­inn er minni.“

Jafn­framt er vak­in at­hygli á því að magn loðnu­hrogna hef­ur auk­ist stöðugt und­an­far­in þrjá­tíu ár þrátt fyr­ir að heild­arafli loðnu­veiðanna hef­ur dreg­ist sam­an. Árið 2023 var heild­ar­loðnu­afli 326 þúsund tonn og þar af voru hrogn um 25 þúsund tonn. Árið 1994 var heild­ar­loðnu­afli 754 þúsund tonn en þar af voru hrogn­in aðeins fimm þúsund tonn. 

„Í nýrri hagspá ger­um við ekki ráð fyr­ir loðnu­vertíð í upp­hafi næsta árs. Það má þó velta því upp hversu mik­il áhrif það hefði ef loðna fynd­ist í veiðan­legu magni, til dæm­is ef afl­inn yrði hóf­leg­ur til meðal­stór. Áhrif­in af því á hag­vöxt næsta árs gætu orðið tölu­verð, á bil­inu 0,5 til 1 pró­sentu­stig. Í spánni ger­um við ráð fyr­ir 2,3% hag­vexti á næsta ári, en ef loðna finnst gæti hag­vöxt­ur orðið á bil­inu 2,8 til 3,3%, að öðru óbreyttu,“ seg­ir í hag­sjá Lands­banks,

mbl.is