Saka Verkamannaflokkinn um afskipti af kosningunum

Donald Trump á kosningafundi í gær.
Donald Trump á kosningafundi í gær. AFP/Anna Moneymaker

Kosn­ingat­eymi Don­alds Trumps, for­setafram­bjóðanda Re­públi­kana­flokks­ins, hef­ur sent inn kvört­un til banda­ríska kosn­inga­eft­ir­lits­ins (FEC) vegna Verka­manna­flokks­ins í Bretlandi. Hann er sakaður um að hafa af­skipti af banda­rísku for­seta­kosn­ing­un­um með því að styðja kosn­inga­bar­áttu Kamölu Harris, for­setafram­bjóðanda Demó­krata­flokks­ins.

Í kvört­un­inni er lýst yfir óánægju með sam­skipti á milli Verka­manna­flokks­ins og kosn­ingat­eym­is Harris, auk þess sem sett er út á störf sjálf­boðaliða sem hafi ferðast frá Bretlandi til Banda­ríkj­anna til að styðja hana. Tel­ur kosn­ingat­eymið að þetta jafn­gildi ólög­leg­um er­lend­um fram­lög­um til kosn­inga­bar­átt­unn­ar, að því er BBC greindi frá. 

Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands.
Keir Star­mer, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands. AFP/​Jaimi Joy

Keir Star­mer, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, seg­ir sjálf­boðaliða starfa inn­an Verka­manna­flokks­ins og að þeir styðji kosn­inga­bar­áttu Harris í frí­tíma sín­um. „Þeir dvelja þarna, að ég held, með öðrum sjálf­boðaliðum,” sagði Star­mer, þegar hann var spurður út í kvört­un kosn­ingat­eym­is­ins.

mbl.is