Beyoncé stígur á stokk á kosningafundi Harris

Varaforsetinn Kamala Harris og tónlistarkonan Beyoncé.
Varaforsetinn Kamala Harris og tónlistarkonan Beyoncé. Samsett mynd

Beyoncé og Willie Nel­son munu stíga á stokk á kosn­inga­fundi Kamölu Harris, for­setafram­bjóðanda demó­krata, í Texas í Banda­ríkj­um á morg­un.

Breska rík­is­út­varpið grein­ir frá.

Heim­ild­ar­menn staðfesta þetta við CBS en viðburður­inn verður hald­inn í borg­inni Hou­st­on sem er heima­bær Beyoncé.

Kántrísöngvarinn Willie Nelson.
Kántrí­söngv­ar­inn Willie Nel­son. AFP

Trump verður líka í Texas

Harris spil­ar oft lag Beyoncé Freedom á kosn­inga­fund­um en söng­kon­an hef­ur hingað til ekki komið fram á kosn­inga­fundi með Harris. Bæði Beyoncé og Willie Nel­son hafa í um ára­bil lýst yfir stuðningi við fram­bjóðend­ur demó­krata.

Harris held­ur kosn­inga­fund­inn ásamt Col­in All­red, fram­bjóðanda demó­krata í öld­unga­deild­ina, en hann er í hörku­bar­áttu við sitj­andi öld­unga­deild­arþing­mann, Ted Cruz.

At­hygli vek­ur að Don­ald Trump, for­setafram­bjóðandi re­públi­kana, verður líka í Texas á morg­un til þess að mæta í hlaðvarpsþátt Joe Rog­ans.

mbl.is