Yfir 100 skip fá ekki grásleppukvóta

Kurr er meðal félagsmanna LS vegna breytingar á kvóta fyrir …
Kurr er meðal félagsmanna LS vegna breytingar á kvóta fyrir veiðar á grásleppu. Atvinnuveganefnd hafi ekki vandað nægilega til verka. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson

Það var þungt hljóðið í sum­um fé­lags­mönn­um á aðal­fundi Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda (LS), sem fór fram í síðustu viku, vegna ný­legr­ar kvóta­setn­ing­ar stjórn­valda á grá­sleppu.

Lög­in tóku gildi 1. sept­em­ber síðastliðinn með þann meg­in­til­gang að tryggja sjálf­bær­ar grá­sleppu­veiðar sem þóttu ómark­viss­ar og ófyr­ir­sjá­an­leg­ar, en þær höfðu áður verið háðar rétti til veiða sam­kvæmt leyf­um frá Fiski­stofu.

Örn Páls­son fram­kvæmda­stjóri LS seg­ir í Morg­un­blaðinu í dag fé­lags­menn ekki al­mennt and­víga kvóta­kerf­inu, en varðandi grá­slepp­una hafi LS mót­mælt kvóta­setn­ingu enda eng­in ástæða til að leggja af veiðistjórn sem reynst hafi vel.

Bend­ir hann á að LS hafi gagn­rýnt harðlega að afla­hlut­deild ein­stakra skipa var ákveðin með til­liti til veiðireynslu árin 2018 til 2022, að ár­inu 2020 und­an­skildu.

„Yfir fjög­ur hundruð út­gerðir höfðu rétt til að stunda grá­sleppu­veiðar í þessu kerfi. Hjá mörg­um út­gerðum liðu stund­um tvö til þrjú ár þar sem ekk­ert var farið á veiðar vegna lágs verðs, sölu­erfiðleika, tíðarfars eða annarra uppá­koma og þannig beðið með að stunda veiðarn­ar,“ seg­ir Örn.

Um­fjöll­un­ina má lesa í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: