Barðist við tárin á rauða dreglinum

Leikkonan gekk rauða dregilinn á miðvikudagskvöldið.
Leikkonan gekk rauða dregilinn á miðvikudagskvöldið. LjósmyndAFP

Ástr­alska leik­kon­an Nicole Kidm­an táraðist á rauða dregl­in­um þegar hún minnt­ist móður sinn­ar sem lést í síðasta mánuði, 84 ára að aldri.

Óskar­sverðlauna­leik­kon­an var viðstödd frum­sýn­ingu annarr­ar þátt­araðar Li­o­ness á miðviku­dags­kvöldið þegar hún var spurð út í líðan sína eft­ir móður­missinn.

Kidm­an var stödd á Ítal­íu, meðal gesta á kvik­mynda­hátíðinni þar í borg, þegar henni bár­ust þau miklu sorg­artíðindi að móðir henn­ar, Janelle Anne Kidm­an, hefði lát­ist. Leik­kon­an, sem flaug strax til heima­lands síns, Ástr­al­íu, er aðeins ný­lent aft­ur í Banda­ríkj­un­um eft­ir að hafa jarðað móður sína.

Leik­kon­an brosti blítt til ljós­mynd­ara á frum­sýn­ingu Li­o­ness en barðist við tár­in þegar blaðamaður The Hollywood Report­er sagðist sam­hryggj­ast fjöl­skyldu henn­ar og spurði út í líðan.

„Þetta hef­ur verið erfitt,” svaraði Kidm­an hrein­skiln­ings­lega. „Þetta er erfiður veg­ur. Ég hangi svona. Ég vildi samt óska þess að mamma væri hérna hjá mér.”

mbl.is