„Snýst að einhverju leyti um persónulegar aðstæður fólks“

Birgir Jónasson, settur fangelsismálastjóri.
Birgir Jónasson, settur fangelsismálastjóri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Án þess að tjá sig um ein­stök mál þá reyn­um við að greiða göt­ur dómþola þegar þeir ljúka afplán­un,“ seg­ir Birg­ir Jónas­son, sett­ur fang­els­is­mála­stjóri.

Afstaða, fé­lag fanga og annarra áhuga­manna um bætt fang­els­is­mál og betr­un, seg­ist hafa varað við hættu af tveim­ur mönn­um sem tengj­ast al­var­leg­um at­vik­um und­an­farið.

Ann­ar þeirra er grunaður um nauðgun og lík­ams­árás og hinn um mann­dráp en báðir menn­irn­ir höfðu lokið afplán­um í fang­elsi og metn­ir sem hættu­leg­ir með mikla þjón­ustuþörf.

„Yf­ir­leitt geng­ur vel að greiða göt­ur þess­ara aðila en stund­um skort­ir úrræði og aðstæður manna er mis­mun­andi. Þetta snýst að ein­hverju leyti um per­sónu­leg­ar aðstæður fólks og þær eru auðvitað mis­mun­andi,“ seg­ir Birg­ir, sem ný­lega tók við starfi fang­els­is­mála­stjóra í stað Pál Win­kels sem fór í árs­leyfi þann 1. októ­ber.

Hann seg­ir að fólk í þess­ari stöðu hafi mis­mun­andi bak­land og stuðningsnet. Sum­ir séu ein­stæðing­ar sem eru kannski bún­ir að brenna all­ar brýr að baki sér.

„Yf­ir­leitt reyn­um við að gera eitt­hvað og koma ein­hverj­um tengsl­um við kannski fé­lagsþjón­ustu, heil­brigðis­kerfið eða þess hátt­ar. Það er mik­ill vilji til þess að gera það,“ seg­ir Birg­ir.

Afstaða legg­ur áherslu á að stjórn­völd verði að axla ábyrgð sína á ör­yggi sam­fé­lags­ins og tryggja að úrræði séu til staðar fyr­ir þá sem þurfa á þeim að halda. 

Birg­ir tek­ur und­ir það og seg­ir að bæta verði úr úrræðum fyr­ir ein­stak­linga sem losna úr fang­elsi en þurfi sér­tæk­an stuðning til að tryggja ör­yggi sitt og alls sam­fé­lag­ins.  

„Þetta má bæta al­veg tví­mæla­laust,“ seg­ir Birg­ir.

mbl.is