Loðnubrestur algengur í Barentshafi

Loðnan er mikilvægur nytjastofn hér við land og í Barentshafi, …
Loðnan er mikilvægur nytjastofn hér við land og í Barentshafi, en loðnubrestur er tíðari þar en á Íslandsmiðum. Ljósmynd/Ísfélag hf.

Til­kynnt var um það fyrr í mánuðinum að vís­inda­menn ráðleggja að ekki verði stundaðar loðnu­veiðar í Bar­ents­hafi árið 2025, en fyr­ir árið 2024 nam ráðgjöf­in 194 þúsund tonn­um. Ráðgjöf um eng­ar loðnu­veiðar í Bar­ents­hafi hafa þó verið tölu­vert al­geng­ar frá því að nýt­ing­ar­stjórn­un var tek­in upp á ní­unda ára­tug síðustu ald­ar.

Mæl­ing­ar gengu vel að því er seg­ir á vef norsku haf­rann­sókna­stofn­un­ar­inn­ar (Hav­forskn­ings­instituttet) og þær sýndu að ekki nægi­legt magn loðnu í Bar­ents­hafi væri að ná kynþroska­aldri. Af þess­ari ástæðu leggja vís­inda­menn til að eng­ar veiðar verði stundaðar „svo að stofn­inn geti snöggt náð sér á ný.“

Loðnu­brest­ur óal­geng­ari á Íslands­miðum

Sem fyrr seg­ir er núll­ráðgjöf ekki óal­geng fyr­ir loðnu í Bar­ents­hafi og hafa sést mikl­ar sveifl­ur í stofn­mat­inu og þar af leiðandi ráðgjöf um há­marks­veiði allt frá því að ráðgjöf var tek­in upp 1988. Loðnu­brest­ur hef­ur þó orðið oft­ar og veidd­ist til að mynda eng­in loðna í Bar­ents­hafi árin 1965, 1966 og 1967.

Loðnu­brest­ur hef­ur sögu­lega séð verið óal­geng­ari hér á landi frá því að afla­marks­kerfið var tekið upp og varð í fyrsta sinn loðnu­brest­ur tvö ár í röð vertíðirn­ar 2019 og 2020.

Að óbreyttu stefn­ir í loðnu­brest tvö á í röð í annað sinn hér á landi vegna ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar um enga loðnu­veiði á kom­andi vertíð. Þó get­ur ráðgjöf­in verið end­ur­met­in að lok­inni vetr­ar­mæl­ingu í janú­ar.

Loðnu­afli hef­ur verið langt­um meiri á Íslands­miðum und­an­farna ára­tugi og hef­ur heild­arafli ís­lenskra skipa náð yfir 20 millj­ón­um tonn­um af loðnu frá ár­inu 1990 en á sama tíma hef­ur loðnu­afli rúss­neskra og norskra skipa í Bar­ents­hafi aðeins numið rúm­um sex millj­ón­um tonna.

mbl.is