Boðar kosningafund við bandaríska þinghúsið

Kamala Harris á kosningafundi.
Kamala Harris á kosningafundi. AFP/Kamil Krzaczynski

Kamala Harris, for­setafram­bjóðandi Demó­krata­flokks­ins, held­ur kosn­inga­fund í kvöld í Ellip­se-garðinum í Washingt­on-borg, en mót­fram­bjóðandi henn­ar, Don­ald Trump, flutti þar ræðu á sín­um tíma fyr­ir stuðnings­menn sína áður en þeir réðust á þing­húsið 6. janú­ar 2021. 

Lög­regl­an í Washingt­on ger­ir ráð fyr­ir að hátt í 50 þúsund manns muni mæta á fund­inn, en mark­mið Harris með fund­in­um er að ná til óákveðinna kjós­enda.

Sagðist Harris hafa valið þessa staðsetn­ingu til að koma því til skila til banda­rísku þjóðar­inn­ar að for­set­inn fyrr­ver­andi væri ógn við lýðræði Banda­ríkj­anna. 

Þá er haft eft­ir kosn­inga­stjóra henn­ar að Harris muni einnig senda „já­kvæð og bjart­sýn“ skila­boð til kjós­enda en síðustu daga hafa demó­krat­ar sagt hana hafa ein­blínt of mikið á Trump en ekki á eig­in stefnu­mál í kosn­inga­bar­átt­unni. 

Mun sag­an end­ur­taka sig?

Árás­in á þing­húsið var gerð af stuðnings­mönn­um Trumps til að mót­mæla úr­slit­um for­seta­kosn­ing­anna 2020 þegar Joe Biden bar sig­ur úr být­um, en hann hafði þá haldið því fram allt frá kosn­inga­degi að brögð hefðu verið í tafli.

Í kapp­ræðunum í júní var Trump spurður hvort hann myndi samþykkja niður­stöður kosn­ing­anna í ár, jafn­vel þó þær væru hon­um í óvil. Reyndi Trump ít­rekað að kom­ast hjá því að svara en svaraði að lok­um: 

„Ef það eru sann­gjarn­ar, lög­leg­ar og góðar kosn­ing­ar, þá að sjálf­sögðu.“

Frá árásinni á þinghúsið 6. janúar 2021.
Frá árás­inni á þing­húsið 6. janú­ar 2021. AFP/​Saul Loeb
mbl.is