Ein vika í kosningar: Svona er staðan

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 7:22
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 7:22
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Eft­ir langa og stranga kosn­inga­bar­áttu vest­an­hafs þá fer hún nú að líða und­ir lok. Eft­ir slétta viku ganga Banda­ríkja­menn að kjör­borðinu og það er óljóst hvor fram­bjóðand­inn mun bera sig­ur úr být­um.

Þetta kem­ur fram í yf­ir­ferð Her­manns Nökkva Gunn­ars­son­ar, blaðamanns á mbl.is og Morg­un­blaðinu, í Spurs­mál­um í dag.

Sam­kvæmt RealC­learPolitics þá leiðir Don­ald Trump, for­setafram­bjóðandi re­públi­kana, í öll­um sjö sveiflu­ríkj­um en þó með mjög litl­um mun.

Fylgið jafnt á landsvísu

Kamala Harris, for­setafram­bjóðandi demó­krata, fylg­ir hon­um fast á hæla í Nevada, Norður-Karólínu, Penn­sylvan­íu, Michigan og Wiscons­in en í þess­um ríkj­um er fylg­is­mun­ur­inn inn­an við eitt pró­sentu­stig.

Trump á sama tíma er með 1,5-2,3 pró­sentu­stiga for­skot á Harris í Georgíu og Arizona.

Á landsvísu er það helst að frétta að Trump og Harris mæl­ast með jafn mikið fylgi sem er ansi óvenju­legt í ljósi þess að demó­krat­ar fá venju­lega fleiri at­kvæði á landsvísu.

Síðasta skipti sem það gerðist að re­públi­kani fékk fleiri at­kvæði á landsvísu var árið 2004.

Kamala Harris þarf að spýta í lófana miðað við kannanir.
Kamala Harris þarf að spýta í lóf­ana miðað við kann­an­ir. AFP/​Brandon Bell
Donald Trump í Madison Square Garden.
Don­ald Trump í Madi­son Square Garden. AFP

Fylg­is­mun­ur­inn inn­an skekkju­marka

Her­mann bend­ir á það að fylg­is­mun­ur­inn er inn­an skekkju­marka í flest­um sveiflu­ríkj­um og því óljóst hvor fram­bjóðand­inn mun bera sig­ur úr být­um.

Trump er sig­ur­strang­legri að svo stöddu miðað við kann­an­ir en kann­an­ir eru ekki full­komn­ar og því verður bar­átt­an vænt­an­lega æsispenn­andi allt þar til úr­slit verða ljós.

Arn­ar Þór Jóns­son, formaður Lýðræðis­flokks­ins, var gest­ur í Spurs­mál­um í dag. Hægt er að horfa þátt­inn í heild sinni í spil­ar­an­um hér að neðan:

mbl.is