Umboðsmaður ítrekar fyrirspurn

Hval­ur hf. hefur sótt um leyfi til mat­vælaráðuneyt­is­ins til veiða …
Hval­ur hf. hefur sótt um leyfi til mat­vælaráðuneyt­is­ins til veiða á langreyði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Umboðsmaður Alþing­is hef­ur með bréfi, sem Morg­un­blaðið hef­ur und­ir hönd­um, ít­rekað til­mæli sín til mat­vælaráðuneyt­is­ins um að ráðuneytið láti umboðsmanni í té þær upp­lýs­ing­ar og skýr­ing­ar sem hann óskaði eft­ir í fram­haldi af kvört­un Hvals hf. yfir stjórn­sýslu mat­vælaráðherra og mat­vælaráðuneyt­is­ins við end­ur­nýj­un leyf­is fyr­ir­tæk­is­ins til veiða á hvöl­um sem gefið var út 11. júní sl. til eins árs. Bréfið var sent í sl. viku.

Umboðsmaður sendi mat­vælaráðuneyt­inu bréf þann 5. sept­em­ber sl. sem stílað var á þáver­andi mat­vælaráðherra, Bjarkeyju Ol­sen Gunn­ars­dótt­ur, þar sem óskað var eft­ir rök­studdri af­stöðu ráðuneyt­is­ins til þess hvort meðferð þess á um­sókn Hvals um leyfi til veiða á langreyðum sam­rýmd­ist grund­vall­ar­reglu stjórn­sýslu­rétt­ar um máls­hraða með hliðsjón af hags­mun­um fyr­ir­tæk­is­ins í því efni.

Einnig var óskað skýr­inga ráðuneyt­is­ins á því af hverju um­sagna um málið hefði ekki verið leitað fyrr en gert var, sem og hvers vegna óskað var eft­ir um­sögn­um 15 annarra aðila en Haf­rann­sókna­stofn­un­ar sem er eini lög­bundni um­sagnaraðil­inn um leyfi til hval­veiða. Þá var og óskað skýr­inga á því af hverju veiðileyfi hefði aðeins verið gefið út til eins árs og hvaða mál­efna­legu sjón­ar­mið hefðu legið til þess.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: