Harris og Trump þreyti ekki sama próf

Michelle Obama segir mun meiri kröfur gerðar til Kamölu Harris …
Michelle Obama segir mun meiri kröfur gerðar til Kamölu Harris en til Donald Trump. AFP/BRANDON BELL

Stuðnings­menn Kamölu Harris segja hana ekki þreyta sama próf og mót­fram­bjóðandi henn­ar Don­ald Trump í aðdrag­anda kosn­inga.

Fyrr­ver­andi for­setafrú Banda­ríkj­anna Michelle Obama er ein þeirra sem tek­ur und­ir það sjón­ar­mið og seg­ir morg­un­ljóst að fram­bjóðend­urn­ir tveir séu mæld­ir út frá gjör­ólík­um stöðlum.

Fimm dag­ar eru til kosn­inga og eru fram­bjóðend­urn­ir svo gott sem hníf­jafn­ir í skoðana­könn­un­um.

Eng­ar vænt­ing­ar til Trump

Obama hélt tölu á kosn­inga­fundi á laug­ar­dags­kvöld í Michigan og sagði það sjálfsagt að krefja fram­bjóðend­ur um svör við erfiðum spurn­ing­um.

„En get­ur ein­hver sagt mér af hverju við ger­um meiri kröf­ur til Kamölu en and­stæðings henn­ar,“ sagði Obama og upp­skar mikið lófa­tak í saln­um.

„Við ætl­umst til þess að hún sé klár, orðhepp­in, sé með skýra stefnu, sýni aldrei of mikið skap, en sanni aft­ur og aft­ur að hún eigi rétt á sér,“ sagði fyrr­ver­andi for­setafrú­in. 

„En þegar að kem­ur að Trump þá bú­umst við ekki við neinu. Eng­inn skiln­ing­ur á stefnu­mál­um. Eng­in færni til að strengja sam­an heild­stæð rök. Eng­in hrein­skilni, ekk­ert vel­sæmi og eng­in siðferðis­kennd.“

Hann tal­ar um typp­in á fólki

Marg­ir stuðnings­menn Harris hafa frá upp­hafi haft orð á ójöfn­um kröf­um til fram­bjóðend­anna tveggja og hafa sum­ir kennt mis­mun­inn við kyn og húðlit fram­bjóðend­anna. Aðrir telja ein­fald­lega mega kenna það við Trump sjálf­an og hans óhefðbundna og óheflaða póli­tíska stíl. 

Van Jo­nes, álits­gjafi á CNN, sló á svipaða strengi og Obama í síðustu viku og sagði Trump fá að vera lög­laus­an á meðan Harris þyrfti að vera galla­laus til að fá að taka þátt í sömu bar­áttu.

„Þau eru ekki að taka sama prófið. Hún er með stefn­ur, það má vel vera að hún kom­ist ekki alltaf vel að orði, stund­um seg­ir hún ekki sög­ur á rétt­um stöðum, en hún er að berj­ast fyr­ir raun­veru­leg­um hug­mynd­um sem munu hjálpa raun­veru­legu fólki og hann er að tala um typp­in á fólki,“ sagði Jo­nes.

mbl.is