Íslandsvinkona afar ósátt við heimildamynd

Stewart geislaði á frumsýningu heimildamyndarinnar í New York í síðustu …
Stewart geislaði á frumsýningu heimildamyndarinnar í New York í síðustu viku. Ljósmynd/Arturo Holmes

Martha Stew­art, mat­ar­drottn­ing og Íslands­vin­kona, er ósátt við heim­ilda­mynd um líf henn­ar og störf, ef marka má nýtt viðtal sem birt­ist við Stew­art á síðum New York Times í dag.

Í viðtal­inu fer hún ófögr­um orðum um leik­stjóra mynd­ar­inn­ar, R.J. Cutler, og ýmis önn­ur atriði.

Mynd­in, sem er ein­fald­lega titluð Martha, var frum­sýnd í New York þann 21. októ­ber síðastliðinn og hef­ur nú verið tek­in til sýn­inga á streym­isveit­unni Net­flix.

Stew­art, sem er 83 ára, viður­kenndi í sam­tali sínu við blaðamann New York Times að hún væri lítt hrif­in af seinni hluta mynd­ar­inn­ar og sagðist hata loka­atriði henn­ar.

„R.J. hafði bein­an aðgang að skjala­safn­inu og notaði í raun mjög lítið,” sagði Stew­art sem átti þó í miklu sam­starfi við leik­stjóra mynd­ar­inn­ar í gegn­um vinnslu­ferlið. „Í lok mynd­ar­inn­ar lít ég út eins og einmana, göm­ul kona sem geng­ur hníp­in um garðinn sinn. Ég bað hann um að fjar­lægja þess­ar klipp­ur. Hann neitaði því.“

„Ég leit á þetta tíma­bil sem frí“

Stew­art sagðist einnig vera afar ósátt við hversu mikið var ein­blínt á fang­els­is­dóm henn­ar, en hún var dæmd í fimm mánaða fang­elsi fyr­ir skatta­laga­brot árið 2004.

„Þetta var nú ekki svo mik­il­vægt. Rétt­ar­höld­in og fang­elsis­vist­in voru inn­an við tvö ár af ævigöngu minni. Ég leit á þetta tíma­bil sem frí, satt að segja,“ sagði Stew­art.

New York Times

mbl.is