Schwarzenegger svíkur lit í kosningunum

Schwarzenegger var ríkisstjóri Kaliforníu.
Schwarzenegger var ríkisstjóri Kaliforníu. AFP

Arnold Schw­arzenegger, fyrr­ver­andi rík­is­stjóri re­públi­kana í Kali­forn­íu og sjón­varps­stjarna til margra ára, hyggst kjósa fram­bjóðend­ur demó­krata, Kamölu Harris og Tim Walz, í for­seta­kosn­ing­um Banda­ríkj­anna. 

Frá þessu grein­ir hann á sam­fé­lags­miðlin­um X. 

Hann seg­ir að sér mis­líki við fram­bjóðend­ur beggja flokka og í þokka­bót hati hann stjórn­mál.

„Re­públi­karn­ir mín­ir hafa gleymt feg­urðinni sem felst í frjáls­um markaði, ýtt und­ir halla­rekst­ur, og hafnað niður­stöðum kosn­inga,“ skrif­ar Schw­arzenegger og held­ur áfram: „Demó­krat­ar eru ekki betri í að ná tök­um á halla­rekstr­in­um og ég ótt­ast að stefn­ur þeirra séu að skaða sam­fé­lög með auk­inni glæpatíðni.“

And­stætt banda­rísk­um gild­um

Hann kveðst aldrei hafa hatað stjórn­mál eins mikið og nú, sem hann tel­ur marga skilja. 

„Mig lang­ar að hunsa það sem er í gangi. En ég get það ekki. Af því að höfn­un niður­stöðu kosn­inga er eins and­stætt banda­rísk­um gild­um og hugs­ast get­ur.“

Þá vísaði Schw­arzenegger einnig til um­mæla Don­alds Trumps, for­setafram­bjóðanda re­públi­kana, um að Banda­rík­in væru eins og rusla­tunna fyr­ir heim­inn. Lét Trump um­mæl­in falla í sam­hengi við ólög­leg­ar kom­ur inn­flytj­enda.

„[A]ð kalla Banda­rík­in rusla­tunnu fyr­ir heim­inn er svo and­stætt þjóðrækni, að það ger­ir mig brjálaðan. Ég mun alltaf líta á mig sem Banda­ríkja­mann fyrst og fremst áður en lít á mig sem re­públi­kana,“ sagði Schw­arzenegger.

„Þess vegna mun ég kjósa Kamölu Harris og Tim Walz í þess­ari viku.“

mbl.is