Úrskurðir féllu Arctic Fish í vil

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði ógildingu rekstrarleyfa Arctic Fish í …
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði ógildingu rekstrarleyfa Arctic Fish í Patreksfirði og Tálknafirði. Ljósmynd/Guðlaugur J. Albertsson

Þrír úr­sk­urðir úr­sk­urðar­nefnd­ar um­hverf­is- og auðlinda­mála bár­ust lax­eld­is­fyr­ir­tæk­inu Arctic Fish á Vest­fjörðum í gær vegna dótt­ur­fyr­ir­tæk­is­ins Arctic Sea Farm ehf. Sneru tveir þeirra að leyfi móður­fyr­ir­tæk­is­ins í Ísa­fjarðar­djúpi en sá þriðji að leyfi í Pat­reks­firði og Tálknafirði.

Í máli því er að síðast­nefndu fjörðunum sneri kærðu Veiðifé­lag Blöndu og Svar­tár, Lands­sam­band veiðifé­laga og Veiðifé­lag Hrúta­fjarðarár og Síkár ákvörðun Mat­væla­stofn­un­ar frá í mars um að end­ur­nýja rekstr­ar­leyfi Arctic Sea Farm fyr­ir sjókvía­eldi lax í fjörðunum með 7.800 tonna há­marks­líf­massa. Kröfðust kær­end­ur ógild­ing­ar ákvörðun­ar­inn­ar, en nefnd­in hafnaði ógild­ingu.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: